Borgaryfirvöld setja jarðvegslosun í Bolöldu í sérstakt jafnréttisskimunarferli

Borgaryfirvöld hafa ákveðið að verkferli  jarðvegslosunar vegna töku húsgrunna innan borgarmarkanna sem skilað er í námu Bolöldu skuli sett í sérstakt jafnréttisskimunarferli. Baldur Borgþórsson borgarfulltrúi Miðflokksins furðar sig á ákvörðun borgarinnar og hefur óskað eftir svörum hvernig slík skimun fer fram, hvað hún taki langan tíma og hver kostnaður við hana sé.

Baldur segir á samfélagsmiðlum í dag að svör borgaryfirvalda láti á sér standa

þegar ég óskaði eftir þessum upplýsingum var afar fátt um svör„,segir Baldur.

Við leit á vef Reykjavíkurborgar má finna útfylliskjal fyrir verkefni sem sett eru í jafnréttisskimun en í skjalinu um tilgang jafnréttisskimunar segir eftirfarandi:

Með jafnréttisskimun er tekið saman með einföldum hætti mat á áhrifum tillögunnar/verkefnisins á jafnrétti kynjanna og/eða jaðarsetta hópa í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun. Jafnréttisskimunin styður við ákvarðanatöku stjórnenda og kjörinna fulltrúa og forgangsröðun um ráðstöfun fjármuna. Fái tillagan áframhaldandi brautargengi, er gert ráð fyrir að hún fari í jafnréttismat hafi hún jafnréttisáhrif.“ 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila