Bóluefni Astra Zeneca fær nýtt nafn: Vaxzevria

Covid-19 vaccine fær nýtt nafn: Vaxzevria. Með því móti ætlar AstraZeneca að vinna gegn slæmu orðspori fyrirtækisins vegna blóðtappa og andláta í kjölfar bólusetningar með bóluefni fyrirtækisins.

Vegna ills orðróms um aukaverkanir eins og blóðtappa og andlát, þá skiptir AstraZeneca um nafnið á bóluefninu og kallar það framvegis Vaxzevria. Bóluefnið hét áður Covid-19 Vaccine AstraZeneca. Sænska lyfjastofnunin greinir frá þessu og miðillinn Samnytt.

Flýtimeðhöndlun á umsókn um nýtt nafn á bóluefni AstraZeneca

Nafnabreytingar af þessu tagi verða að vera samþykktar bæði af Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun Svíþjóðar og skrifar sænska lyfjastofnunin á vefsíðu sinni í gær, að tímabundin stöðvun á bólusetningu með bóluefni Astra Zeneca í Svíþjóð sé nú afnumin og haldið verður áfram að nota bóluefnið. Málið með nafnabreytinguna fékk flýtimeðferð og var samþykkt af Lyfjastofnun ESB EMA 25. mars og skömmu síðar af sænsku stofnuninni. Upplýsingar um nafnabreytinguna verða nú sendar til allra heilbrigðisstarfsmanna sem sem vinna að fjöldabólusetningu gegn covid-19 í Svíþjóð.

Sjúklingar í Svíþjóð hafa ekki rétt til að velja hvaða bóluefni þeir eru bólusettir með. Sá, sem vill vera öruggur um að fá ekki bóluefni Astra Zeneca af ótta við aukaverkanir, gæti því þurft að forðast alfarið að láta bólusetja sig.

ESB stöðvar útflutning á bóluefni AstraZeneca til landa fyrir utan ESB

AstraZeneca hefur verksmiðjur í fleiri löndum en Bretlandi, m.a. hefur fyrirtækið verksmiðjur í Hollandi og Belgíu. AstraZeneca liggur á eftir með afhendingu til ESB og hluti af bóluefnaframleiðslu verksmiðjanna í Hollandi og Belgíu fer til landa utanfyrir ESB, sem hafa samið beint við AstraZeneca um kaup á bóluefninu.

Segir í tilkynningu ESB að sögn SVD, að fyrst verði fyrirtækin sem eru innan ESB að standa við samninga sína við ESB áður en þeim verði leyft að flytja út (fyrir utan ESB) vörur sínar. Þessi ákvörðun kemur, þrátt fyrir að það sé þekkt að AstraZeneca hefur ekki flutt út bóluefni frá verksmiðjum sínum innan ESB eftir janúarlok og virðist því vera um einhvers konar hefndaraðgerðir ESB að ræða vegna vandamála AstraZeneca að afgreiða pöntunina í tæka tíð.

Sjálfsmark hjá ESB sem segist hafa „frjáls viðskipti”

Viveka Hirdman-Ryrberg hjá fjárfestinarfyrirtækinu Investor í Svíþjóð, sem á 4% hlutabréfanna í Astra Zeneca, varar við neikvæðum afleiðingum ákvörðunar ESB um að banna AstraZeneca að selja vörur sínar til landa fyrir utan ESB. „Við höfum séð að við framleiðslu bóluefnis er notast við margs konar ólíka hluti sem eru framleiddir á ýmsum stöðum í heiminum. Þegar ESB, sem segist vera fyrir frjáls viðskipti og gegnsæi, setur á slíkt bann, er hættan sú, að það myndast flöskuhálsar í framleiðslunni.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila