Bóluefnin gegn veirunni virka illa gegn nýjum afbrigðum hennar

Guðmundur Karl Snæbjörnsson sérfræðingur í heimilislækningum

Þau bóluefni sem nú eru notuð í baráttunni gegn Kórónuveirunni virka illa gegn nýjum afbrigðum veirunnar og því er ekki líklegt að bólusetning með þeim efnum sé góð framtíðartrygging gegn því að smitast af henni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Karls Snæbjörnssonar sérfræðings í heimilislækningum í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Guðmundur bendir á að rannsóknir hafi sýnt fram á að bóluefnin virki aðeins í tíu prósentum tilfella þar sem um sé að ræða ný afbrigði veirunnar, því sé bólusetning engin trygging gagnvart því að smitast ekki af veirunni þegar upp er staðið því fólk getur einfaldlega smitast af þeim afbrigðum sem bóluefni virka ekki á.

Hann segir fjöldabólusetningar stjórnvalda sem fram fari þessa dagana bendi til þess að menn viti í hvað stefni en séu að halda í síðasta hálmstráið og bólusetji af miklu kappi. Hann telur skynsamlegra að bíða um stund.

Þá segir hann yfirlýsingar ráðamanna um að veran verði á bak og burt eftir bólusetningar vera tóma vitleysu og ráðamenn sem haldi slíku fram viti ekki um hvað þeir séu að tala og bendir á að enn séu að koma fram ný afbrigði af veirunni og því óvarlegt að gefa út tímasetningar á hvenær faraldrinum ljúki.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila