Bólupassa og tilraunum á börnum mótmælt í Gautaborg

Fólk í Gautaborg mótmælti bólupassa og tilraunabólusetningum á börnum í gær. (Mynd sksks. Twitter).

Já við frelsi – Nei við bólupassa!

Í gær fyllti löng ganga mótmælenda götur frá Valand að Kungsportstorginu eins og sjá má á myndbandi neðar á síðunni. Varð að loka fyrir ferðir sporvagna á meðan. Mótmælendur sögðu gönguna vera Frelsigöngu og var verið að mótmæla innleiðingu bólupassa í Svíþjóð frá og með 1. desember. fólkið hrópaði: „Já við frelsi – nei við bólupassa!“ Héldu sumir á spjöldum með textanum: „Börn eru engin tilraunadýr.“

Hefðbundnir fjölmiðlar minntust vart á mótmælin og ef það var gert voru upplýsingar um fjölda mótmælenda rangar. T.d. sagði GöteborgsPosten frá mótmælunum en ekki hverju verið var að mótmæla en skrifaði að breyta hefði þurft leiðum sporvagna og „um 400 manns“ tóku þátt í mótmælunum, sem hefði þýtt einfalda, gisna röð á þeirri vegalengd sem gangan var.

Fólk á öllum aldri tók þátt í mótmælunum, sem fóru rólega fram að sögn lögreglunnar. Thomas Fuxborg blaðafulltrúi lögreglunnar segir: „Ég hef ekki heyrt um nein vandamál vegna mótmælnna.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila