Bólusetning gengur vel í Færeyjum – Kirkjur lokaðar á meðan barir eru opnir

Jens Guð bloggari

Bólusetning vegna Covid-19 gengur vel í Færeyjum og eru meirihluti færeyinga orðinn bólusettur, en aðeins einn hefur látist þar síðan faraldurinn hófst. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jens Guð bloggara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Jens segir áherslur í sóttvörnum töluvert öðruvísi í Færeyjum en hér heima og skýrist líklega af þeim menningarmun í trúmálum sem er á þjóðunum. Þetta birtist meðal annars í því að kirkjur eru lokaðar en barir eru opnir, en fyrir þá sem ekki þekkja eru færeyingar afar kirkjuræknir og segir Jens að þrátt fyrir að kirkjum hefði verið lokað fái færeyingar sínar messur því þeim sé streymt á netinu líkt og gert hefur verið hérrlendis.

Jens segir að faraldurinn haft talsverð áhrif á ferðamannaiðnaðinn á eyjunum en að sama skapi hefur faraldurinn lítil sem engin áhrif haft á aðrar atvinnugreinar, sem séu afar fjölbreyttar, en það kann að koma einhverjum á óvart.

Eitt mesta stolt færeyinga er bjórverksmiðja Föroyja bjórs sem sé rúmlega aldargamalt fjölskyldufyrirtæki sem gangi afar vel og hefur fyrirtækið staðið í talsverðum útflutningi á vörum sínum.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila