Bólusetningarvegabréf taka gildi í New York föstudaginn langa

Andrew Cuomo, fylkisstjóri New York, lýsti því yfir á föstudag að byrjað verði að nota bólusetningarvegabréf í New York fylki frá og með 2. apríl. Vegabréfið er forrit sem gengur undir nafninu „Excelsior Pass“ og verður þess krafist til að viðkomandi fái aðgang að mörgu af því, sem samfélagið hefur upp á að bjóða.

Í fréttatilkynningu er vegabréfinu líkt við stafrænt brottfararspjald. „Á sama hátt og með brottfararspjald geta einstaklingar annað hvort prentað vegabréfið sitt eða geymt það á snjallsímum sínum með Excelsior Pass forritinu,“ skrifar NY Post.

Vegabréfið mun sýna, hvort handhafi þess er bólusettur eða ekki. Ólíkt bólusetningarvegabréfi sem sænsk stjórnvöld kynntu nýlega og Samnytt hefur skrifað um, mun Excelsior-vegabréfið einnig sýna, hvort viðkomandi hafi nýlega mælst neikvæður fyrir covid-19. Sagt er að það þýði, að jafnvel fólk sem getur ekki eða vill ekki láta bólusetja sig, eigi einnig að geta lifað tiltölulega eðlilega svo lengi sem það hefur heilsu.

Bólusetningarvegabréfið þróað í samstarfi við IBM

Vegabréfið, sem er þróað í samstarfi við IBM, hefur svokallaðan QR kóða, sem er skannaður til að staðfesta að viðkomandi sé laus við smit. Fullyrt er að öðrum persónulegum gögnum verði haldið leyndum. Notkunin á að vera einföld og auðlesin. Grænt merkið birtist ef viðkomandi hefur verið bólusettur eða hefur nýlega sýnt neikvætt próf. Ef viðkomandi er ekki bólusettur eða hefur jákvæða eða of gamalt neikvætt próf, þá birtist rauði krossinn.

Madison Square Garden og Times Union Center verða fyrst til að krefjast nýju vegabréfanna svo fólk megi komast inn frá og með 2. apríl. Hugmyndin er að önnur fyrirtæki og fundarstaðir muni taka upp tæknina smám saman. Opnað var á niðurhal forritsins á föstudag, sama dag og það var tilkynnt.

Lofað að persónulegar heilsufarslegar upplýsingar verði dulkóðaðar á tryggan hátt

Cuomo sagði í yfirlýsingu„Excelsior Pass er tæki til að berjast gegn vírusnum svo fleiri atvinnugreinar geta opnað aftur með öruggum hætti.“

New York verður fyrsta ríkið í Bandaríkjunum til að taka upp bólusetningarvegabréf. Forritið, sem tilkynnt var eftir að hafa verið prófað undanfarnar vikur, mun nota blockchain tækni og dulkóðun. Fullyrt er að það tryggi að heilsufarsupplýsingar séu geymdar á öruggan hátt fyrir notendur.

Sjá nánar hér og hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila