Bólusettir Þjóðverjar eiga að bera gula merkið til að virkja alla í baráttunni og fá alla óbólusetta til að bólusetja sig

Þjóðverjar eru duglegir í merkingum. Núna eiga allir bólusettir að auðkenna sig með gulu merki, sem sýnir að þeir eru bólusettir. Er vonin sú, að þegar sem flestir ganga um með gula merkið, muni verða auðveldara að sjá hverjir eru óbólusettir svo hægt verði að gera aðsúg að þeim. (Sksk. Twitter).

Gul kringlótt merki með textum eins og „Bólusetning? Já, takk!” og „Búinn að láta bólusetja mig” er nú dreift í Þýskalandi. Markmiðið er að auka pressuna á þá, sem eru óbólusettir, svo þeir fari og láti bólusetja sig. Heinz Theußen, fulltrúi Service Civil International SCI, er einn af frumkvöðlum gula merkisins og hann segir: „Þetta er merki þáttöku.” SCI er svo kölluð NGO-samtök eða samtök sem ekki eru studd eða hluti þess opinbera. Þau voru stofnuð 1920 til að endurbyggja Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöldina en meðlimirnir vinna aðallega sem aðgerðarsinnar í innflytjendamálum, kynmálum og loftslagsmálum.

Samkvæmt RP var barátta gulu merkjanna kynnt nýlega í bænum Moers nálægt hollensku landamærunum og er sem stendur staðbundið átak.

„Áhyggjulaust fólk veldur áhyggjum”

Guido Lohmann hjá samtökunum Initiativkreis Moers, sem einnig standa að kynningu gulu merkjanna, segir: „Lífið er að verða eðlilegt aftur. Það veldur okkur áhyggjum, að fólk er farið að verða áhyggjulaust.”

Lohmann segist sannfærður um, að með gulu merkin í barminum mun þeir bólusettu reyna að snúa þeim, sem eru enn ekki sannfærðir um að láta bólusetja sig. Meiningin er, að litla gula merkið, sem augað fangar, virki eins og stöðutákn. Innblásturinn er sagður koma frá baráttunni gegn kjarnorku frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar en þá var gult merki með textanum „kjarnorka, nei takk” mikið notað.

Á félagsmiðlum eru ekki allir sammála gula merkinu og minna á davíðsstjörnurnar, sem Gyðingar voru tilneyddir að bera í Þýskalandi nasismans og meina, að hóp er egnt gegn hópi.

Varar við fjórðu bylgjunni

Simon Kricvec apótekari, segir að „Margir hafa þá tilfinningu, að þeir hafi lifað af faraldurinn en sú tilfinning blekkir. Aðeins 65% af Þjóðverjum eru fullbólusettir. Það er enn langt í land í þau 80-85%, sem þarf til að ná hjarðónæmi.”

Kricvec telur, að fjórða smitaldan sé að rísa og að óbólusettir eigi á hættu að deyja á komandi vetri. Hann vonar því, að sem flestir vilja bera gulu merkin og skapa athygli og umræður.

Fjórir einstaklingar bólusettir þriðju hverja sekúndu

Einungis voru framleidd 2000 merki í byrjun en verið er að framleiða fleiri merki. Deila á út merkjunum við apótek þegar bólusettir sækja bólusetningarvottorð sín. Börn yngri en 12 ára eru hvött til að láta bólusetja sig í Þýskalandi. Skv. opinberum tölum eru 65,2% Þjóðverja bólusettir tvisvar og eru því taldi fullbólusettir sem komið er.

Bráðlega má samt reikna með að taka þurfi fleiri sprautur til að reiknast sem „full” bólusettur. Skv. þýskum yfirvöldum eru fjórir einstaklingar bólusettir þriðju hverja sekúndu í landinu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila