Ekki boðlegt að menn fái ekki að vita hver ber fram sakir og hverjar þær séu

Einar Þór Sverrisson lögmaður

Það er algjörlega óboðlegt að menn fái ekki að vita hverjir beri á mann sakir og hverjar þær sakir eru. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Einars Þórs Sverrissonar lögmann í síðdegisútvarpinu í dag en Einar er lögmaður Atla Rafns Sigurðarsonar leikara sem borinn var þungum sökum af hulduaðilum innan Borgarleikhússins sem síðar varð til þess að honum var sagt þar upp störfum með ólögmætum hætti, en dómur þess efnis féll í Héraðsdómi í gær.

Einar sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu segir málatilbúnaðinn gegn Atla af hálfu Kristínar Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra allan hinn undarlegasta og segir Atla enn vera í þeirri stöðu að vita ekkert um málið

hann er alveg í lausu lofti ennþá, hann hefur ekki fengið að vita hverjar ásakanirnar eru eða hver bar þær fram“segir Einar.

Hann segir viðbrögð Kristínar Eysteinsdóttur í máli Atla alls ekki fólki bjóðandi

ég held að allar hugsandi manneskjur sjái að svona málsmeðferð eins og í máli Atla getur einfaldlega ekki gengið upp“,segir Einar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila