Samráðsleysið við íbúa borgarinnar er skelfilegt

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins

Gæluverkefni og samráðsleysi við íbúa vegna framkvæmda er eitt helsta einkenni meirihlutans í borginni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vigdísar Hauksdóttur í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Vigdís segir Biodome gróðurhvelfingin í Elliðaárdal vera enn eitt verkefnið sem borgin setji fram sem sé ekkert annað en gæluverkefni, og til að bæta gráu ofan á svart tengist borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Aron Leví Beck verkefninu beint, sem valdi því að hann sé vanhæfur til að fjalla um málið.

Vigdís bendir á að Aron hafi vikið þá fundi þar sem fjallað hefur verið málið, nema þann fund þar sem hvelfingin var kynnt

þar kom hann og gaf þessu jákvæða umsögn sem forsvarsmenn Biodome hafa svo nýtt til þess að vísa í, að þeir hafi fengið jákvæða umsögn borgarinnar, þetta er borgarfulltrúi sem er beggja megin borðsins“,segir Vigdís.

Hún segir gæluverkefnin vera mjög víða um borgina

til dæmis mathallirnar allar sem við höfum verið að taka á. bragginn frægi, Hagatorgið, Óðinstorgið og svona gæti maður haldið áfram út í hið óendanlega, þetta er alveg úti um allt, mitt hlutverk í minnihlutanum er að veita aðhald og benda á spillingu og það er ég að gera“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila