Veggjöld á stofnbrautum höfuðborgarinnar ekkert annað en höfuðborgarskattur

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Baldur Borgþórsson borgarfulltrúi Miðflokksins

Þau veggjöld sem gert er ráð fyrir að innheimt verði af þeim bifreiðum sem aka um stofnbrautir borgarinnar er ekkert annað en höfuðborgarskattur og samræmist ekki jafnræðissjónarmiðum.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Baldurs Borgþórssonar í síðdegisútvarpinu í dag en þau voru gestir Péturs Gunnlaugssonar. Þau segja að allar aðgerðir borgaryfirvalda í samgöngumálum miði að því að úthýsa einkabílnum í borginni og það megi sjá glögglega á ástandinu í umerðarmálum borgarinnar

það er búið að taka það fé sem átti að fara í endurbætur á vegunum og það fært í almenningssamgöngur, það þarf hér sjö milljarða til þess að lagfæra það sem þarf að laga og borgarlína er ekki að fara að leysa þennan umferðarvanda sem við erum að sjá hér daglega í borginni, það ætti frekar að setja fé í að bæta strætókerfið“,segja Marta og Baldur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila