Borgarstjóri Antwerpen rífur grænu bókstafstrúna í tætlur – telur gjaldþrota Belgíu vera nýtt Grikkland

Borgarstjóri Antwerpen, Bart De Wever segir grænu stefnuna ekkert annað en skaðlega bókstafstrú, sem sett hefur Belgíu og jafnvel fleiri lönd í Evrópu á hausinn. Hann var nýlega í hressilegu, opinskáu viðtali, þar sem hann segir lokun kjarnorkuvera í Belgíu og Þýskalandi vera banabita efnahagslífsins fyrir að hafa fylgt bókstafstrú grænu loftslagsbjargvættanna (mynd sksk youtube).

Belgía og Þýskaland eltu bókstafstrú græningja og lokuðu kjarnorkuverum – fá núna að súpa seyðið af því

Bart De Wever, borgarstjóri Antwerpen, segir í viðtali við belgíska sjónvarpið: „Fólk í Bandaríkjunum er ekki í þessum skít.“

„Bandaríkin eru núna útflytjendur á olíu og gasi en voru það svo sannarlega ekki fyrir tuttugu árum síðan. Loftslagsstaðlar koma ekki að miklu gagni, ef öll fyrirtækin fara með framleiðsluna til Bandaríkjanna og Kína, þá verðum við gjaldþrota og ekki enn búið að bjarga loftslaginu. Þetta er græna bókstafstrúin. Fólk ætti að fara að átta sig á þessu.“

Hinn hreinskilni borgarstjóri er ekkert að halda aftur af sér í flæmska dægurmálaþættinum De Zevende Dag:

„Olía, gas og kol voru ekki lengur leyfð. Engar fjárfestingar voru leyfðar í varabirgðir. Þýskaland hefur ekki eina einustu LNG-birgðastöð (LNG = fljótandi jarðgas). Vitlausustu löndin, Þýskaland og Belgía, hafa samhliða afnumið kjarnorkuna í áföngum. Við höfum ýtt öllum orkugjöfum til hliðar og gert okkur háð Pútín. Núna erum við þar.“

Belgía er gjaldþrota

Fyrri ríkisstjórn, sem flokkur De Wevers tók þátt í, ákvað að loka belgísku kjarnorkuverunum Tihange 2 og Doel 3:

„Þetta eru fjólublágræn lög. Núna erum við með fjólublágræna ríkisstjórn. Hún er uppskriftin að stórslysi.“

Forsætisráðherra Belgíu, Alexander De Croo, segir að landið sé „í stöðu efnahagslegrar styrjaldar.“ Hann segir:

„Það þarf allt að vera uppi á borðinu.“

Samkvæmt De Wever er stund hins „bitra sannleika“ runnin upp:

„Landið er gjaldþrota.“

Einhverjum verður ekki boðið í jólaboð Van der Leyen í ár…

Horfðu á viðtalið í heild sinni (á hollensku en þú getur valið þýðingu yfir á enskan texta með CC hlutanum) hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila