Borgarstjóri Gautaborgar vill nota herinn gegn glæpahópunum í borginni

Alex Josefson borgarstjóri Gautaborgar segir að allar aðrar leiðir hafi verið reyndar til þrautar og eina úrræðið til að gefast ekki upp fyrir glæpahópunum sé að senda herinn á þá.

Eftir bardaga að undanförnu á milli tveggja arabískra ættarhópa í Gautaborg leggur borgarstjóri Gautaborgar Alex Josefson til, að herinn verði sendur til að stöðva glæpahópana. Alex Josefson segir að „fullkomlega óásættanlegt ástand ríki í Hjällbo og allt hafi verið gert til þess að reyna að stöðva glæpahópana.“ Tillagan um að nota herinn kemur vegna þess gífurlega skorts sem er á lögreglumönnum í Svíþjóð og þá verður herinn tæki til að koma til aðstoðar. Einnig er rætt um að taka aftur upp kerfið með varalögreglu sem hægt er að kalla út við sérstakar aðstæður og létta undir álaginu á lögregluna.

Borgarstjórinn segir, að aftaka með opinni skotárás um hábjartan dag þrátt fyrir liðsöfnuð lögreglunnar í hverfinu, sýni að þörf er á fleiri lögreglumönnum. Hann ber saman við meðaltal lögreglumanna á íbúa í Evrópusambandinu en Svíþjóð er þar á botninum. Einnig hefur þróunin í Svíþjóð orðið önnur en í öðrum löndum með skotárásum og sprengingum. Svíþjóðardemókratar lögðu til á sænska þinginu ár 2016 að varalögregluliði yrði komið á fót en enginn hlustaði þá.

Vilja breyta lögum svo hægt sé að nota herinn gegn innlendri hryðjuverkasambandi

Svíþjóðademókratar og Móderatar vilja breyta núverandi lögum sem hindra að beita megi hernum „þar sem hætta er á að þvingunaraðgerðum og ofbeldi verði notað gegn venjulegum borgurum.“ Hampus Magnusson hjá Móderötum í Gautaborg segir, að það sé algjörlega nauðsynlegt að breyta lögunum: „Það er ráðist með byssum á heimili einstakra lögreglumanna, lögreglustöðvar sprengdar; þetta er innlend hryðjuverkastarfsemi.“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila