Boris Johnson afléttir öllum sóttvarnaaðgerðum

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti um það fyrir stundu að öllum sóttvarnaaðgerðum verði aflétt í Bretlandi á fimmtudag. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Heimsmálin fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en í þættinum ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Hauk Hauksson fréttamann í Rússlandi.

Haukur segir að útspil Boris nú sé klókt í ljósi þeirra aðstæðna sem hann er í en eins og kunnugt er hafa öll spjót staðið á honum undanfarna daga vegna umdeildrar garðveislu hans þar sem sóttvarnareglur sem hann sjálfur setti voru þverbrotnar.

„hann er að berjast fyrir sínu pólitíska lífi og finnur að það er farið að hitna undir honum og sem klókur pólitíkus er hann þá að aflétta þarna öllum þessum takmörkunum, með þessu er hann að reyna að bjarga sínu pólitíska lífi, þetta er mjög áhugavert úspil“ segir Haukur.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila