Boris búinn að landa Brexit samningi

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur náð samningi við Evrópusambandið vegna útgöngu Bretlands úr sambandinu.

Næstkomandi laugardag verður samningurinn borinn undir þingið og hefur Boris hvatt ráðherra í ríkisstjórn sinni til þess að samþykkja samninginn.

Samkvæmt upplýsingum er um að ræða samning sem tekur tillit til hagsmuna beggja aðila á varfærinn og hátt en erlendir fjölmiðlar hafa eftir samningsaðilum að forsvarsmenn Evrópusambandsins og Boris Johnson séu sammála um að samningurinn sé góður fyrir báða aðila.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila