Heimsmálin: Theresa May gekk þvert á yfirlýsingar sínar og Boris Johnson gengur hreint til verka

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands

Theresa May fyrrverandi forsætisráðherra gekk þvert á þær yfirlýsingar sem hún hafði sagt um að hún hefði tjáð forsvarsmönnum Evrópusambandsins um að Bretland myndi ganga út án samnings myndu samningar ekki nást.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Guðmundur segir að þetta hafi komið í ljós þegar rætt var við samningamann á vegum Evrópusambandsins

og hún stendur þarna eftir með það að hafa sagt ósatt, hún setti aldrei þá afarkosti fram að Bretland myndi ganga út án samnings hún var bara eins og einn af félögunum við borðið„, segir Guðmundur.

Hann  segir Boris Johnson sem tók við embætti forsætisráðherra í morgun ákveðinn í að ganga hreint til verka

hann hlustar ekki á neinar fortölur eða kjaftæði og mun ljúka málinu með glæsibrag„,segir Guðmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila