Börn í Þýskalandi látin syngja „Amma er umhverfissvín – keyrir bíl og borðar kjöt”

Ríkissjónvarpið WDR2 hefur hlotið mikla gagnrýni eftir að hafa sýnt þátt með börnum sem syngja að ömmur þeirra séu „umhverfissvín“ sem keyra um á bensínbílum, borða kjöt og fljúga.

Reiðar ömmur kröfðust þess að myndbandið yrði fjarlægt af heimasíðu sjónvarpsins og nokkrar þeirra efndu til mótmæla við sjónvarpsstöðina.

„Við erum ömmur. Ekki #Nazistasvín!“ mátti lesa á einu skiltanna og á öðru stóð „Amma mín er gamalt umhverfissvín. WDR notar börn til að úthúða þeim eldri. Skammist ykkar! Hættið að sundra fólki.“

Ein amman sagði „Ef eitthvert barna minna leyfði börnum sínum að syngja eitthvað í líkingu við þetta, sem kemur aldrei til greina, þá myndi fjandinn mæta ömmu sinni. Ef ekki fyndust ömmur væri landið fyrir löngu síðan farið til fjandans.“

Vinstrimenn mættu á staðinn með rauða borða til að stöðva þessa „hægri öfgastefnu“ sem ömmurnar sýndu með því að nota málfrelsið til að mótmæla heilaþvotti á börnum í nafni loftslagsmála.

Danny Hollek blaðamaður WDR sem tísti amma er ekki umhverfissvín heldur #Nazistasvín” fær stríðan straum af morðhótunum og forstjóri WDR Tom Buhrow hefur beðist opinberlega afsökunar og sagði mistök að hafa sýnt þáttinn. Umræðurnar fara mikinn í þessu ”GrandmaGate.“

Smelltu hér til þess að sjá börnin syngja hinn umdeilda söng


Hér má sjá ömmur mótmæla því hvernig börn eru heilaþvegin til að sundra fjölskyldunum vegna loftslagsmála

https://3speak.online/watch?v=rairfoundation/nmkqjtwl&jwsource=cl

Sjá einnig nánar um málið hér , hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila