Bræður Ítalíu stórsigurvegari ítölsku kosninganna með 26% atkvæða – Íhaldsbandalagið fær meirihluta í báðum deildum þingsins

Allt bendir til þess, að leiðtogi íhaldsflokksins Bræður Ítalíu, Giorgia Meloni, verði fyrsta konan í embætti forsætisráðherra Ítalíu. Bráðabirgðtölur sýna, að hægri blokkin fær meirihluta í báðum deildum þingsins, sem gæti skapað sjaldgæfan stjórnmálalegan stöðuleika á Ítalíu eftir margra ára rót og flokksbrot í stjórnmálunum.

Íhaldsbandalagið tryggir meirihluta í báðum þingdeildum – kjörsókn í minnsta lagi

Þegar rúmlega helmingur atkvæða voru talin höfðu Bræður Ítalíu tæp 26%, sem er 22% aukning miðað við 4% sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum 2018. Flokkur Matteo Salvini tapar fylgi, fékk 9% atkvæða núna en fékk 17% fyrir 4 árum. Mikið af fylgi flokksins í bændahéruðum í norðri kaus Bræður Ítalíu í þetta sinn. Hinn stóri íhaldsflokkurinn, Forza Italia, flokkur Silvio Berlusconi, fékk einnig um 8%.

Mið-vinstri lýðræðisflokkur sósíaldemókrata PD fékk um 19%, vinstri sinnaða 5-stjörnu hreyfingin fékk um 16% og miðflokkurinn „Action“ var með rúmlega 7%. Þrátt fyrir hreinan sigur hægri blokkarinnar, þá skyggir minni kosningaþáttáka á úrslitin en einungis 64% Ítala greiddu atkvæði núna og eru það 10% færri en fyrir fjórum árum, þegar 74% greiddu atkvæði.

Sáttatónn í sigurræðu Meloni

Í sigurræðunni í nótt sagði Meloni umvafin fagnandi stuðningsmönnum sínum:

„Munum að við erum ekki á endapunktinum, við erum á byrjunarreitnum. Frá og með morgundeginum munum við sanna gildi okkar.“

„Ef við erum kölluð til að stjórna þessari þjóð, þá munum við gera það fyrir alla Ítala með það að markmiði að sameina fólkið og sýna því athygli, sem sameinar okkur frekar en það sem sundrar okkur. Það er kominn tími til að sýna ábyrgð.“

Margir Ítalir ósáttir við Evrópusambandið sem sendi hótanir í miðri kosningabaráttu

Ítalía eru þriðja stærsta efnahagskerfi Evrópusambandsins og þurfa eins og aðrir að glíma við heimatilbúinn orkuvanda ESB. Það bætti ekki úr skák að Ursula von de Leyen sendi út hótanir til Ítalíu í miðri kosningabaráttunni, þar sem hún hótaði Ítölum að beita þá sömu efnahagsþvingunum og ESB beitir gegn Ungverjalandi „nema að þeir kysu rétt.“ Slík gróf íhlutun í innanríkismál þjóða sýnir að ESB virðir lýðræði og fullveldi fullkomlega að vettugi. ESB er orðið að Sovéti í mið-Evrópu og teygir alræðisanga sína um alla álfuna.

Þrátt fyrir hatur framkvæmdarstjórnarinnar í Brussel á sjálfstæðu fólki og ríkjum, þá tónar Meloni niður stríðshrópin og hvetur fólk að vinna saman. Hún lyftir fram einföldum grundvallarboðskap um vinnusemi, kristnum gildum, þýðingu fjölskyldunnar og samvinnu í stað ósátta. Margir stjórnmálaþreyttir Ítalir eygja von í Bræðrum Ítalíu til að koma landinu á réttan kjöl en landið er skuldum vafið og atvinnuleysi mikið.

Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands einn sá fyrsti að óska Meloni til hamingju með kosningasigurinn

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands var meðal fyrstu leiðtoga til að óska ​​Meloni til hamingju með kosningasigurinn. Orbán og Ungverjaland eru undir stríðsexi Brussel, sem segir landið brjóta „reglur réttarríkisins“ og neitar að borga út peninga, sem Ungverjaland á rétt til sem meðlimur sambandsins. Bræður Ítalíu greiddu atkvæði gegn ályktun ESB, sem fordæmdi Unverjaland sem ólýðræðislegt ríki með blandaðri kerfisstjórn.

Meloni mun taka við af Mario Draghi forsætisráðherra, sem áður var seðlabankastjóri Seðlabanka ESB.

Óhætt má segja, að Giorgia Meloni hafi sópað gólfið með vinstri blokkinni sem er í rústum eftir kosningarnar. Þannig sagði Debora Srracchiani, háttsettur þingmaður sósíaldemókrataflokksins PD:

„Þetta er sorglegt kvöld fyrir landið. Hægri fylkingin hefur meirihluta á þingi, en ekki í landinu.“

Hér má fylgjast með úrslitum hjá The Guardian

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila