Breski herinn kallaður til að stöðva innrás ólöglegra innflytjenda frá Frakklandi

Undanfarnar vikur hafa sífellt fleiri innflytjendur farið yfir Ermasund frá Frakklandi til að komast á ólöglegan hátt inn í Bretland. S.l. laugardag tilkynnti að breska varnamálaráðuneytið að formlegt boð hefði borist frá ríkisstjórninni um að stöðva innflutninginn. Innanríkisráðuneytið hefur beðið herinn um að veita strandgæslunni aðstoð við Doversundið þar sem Ermasundið er mjóst á milli Englands og Frakklands. Einungis 34 km eru á milli Calais í Frakklandi og Dover í Englandi. Fulltrúi varnarmálaráðuneytisins segir í viðtali við ABC,„allt er í fullum gangi að  skapa áætlun um hvernig við getum best komið til hjálpar.”

235 manns á dag

S.l. fimmtudag uppgötvuðust 235 manns, þegar þeir stigu í land í Bretlandi og er það einna mesti fjöldi sem komið hefur á einum degi. Heitt veður og logn eru talin ástæða þess að margir gefa sig í smábáta til að komast yfir. Þeir sem komu voru frá Yemen, Íran, Súdan, Eritreu, palistínska svæðinu, Kuwait, Egyptalandi, Chad, Mali og Írak að sögn BBC. Yfir 3400 ólöglegum innflytjendum hefur tekist að komast til Bretlands á 256 smábátum í ár. Chris Philip ráðherra innflytjendamála í Bretlandi segir að staða sé „óásættandleg.” 

Nigel Farage fyrrum flokksleiðtogi UKIP hefur tekið málið fyrir á félagsmiðlum og heimsóknum í Dover þar sem hann hefur kvikmyndað, þegar bresk yfirvöld hafa tekið á móti bátainnflytjendum sem frönsk yfirvöld hafa aðstoðað við að sigla yfir sundið. Skömmu eftir að hann lagði út myndbandið fékk hann heimsókn af lögreglunni sem „upplýsti hann um hættuna af því að ferðast á meðan kórónufaraldurinn gengur yfir.”

Búa á lúxushótelum

Nigel Farage hefur einnig flett ofan af uppihaldi yfirvalda á ólöglegum innflytjendum sem búa á lúxushótelum á kostnað breskra skattgreiðenda – sjá myndband hér að neðan. Hefur mikill þögnuður ríkt um þau mál og lögreglu stundum sigað á fjölmiðlafólk sem reynir að ná tali af innflytjendum á hótelunum.

Ráðherrar Frakklands og Bretlands munu halda fund í vikunni til að ræða málið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila