Bretar áhyggjufullir af friði í Úkraínu – Boris vill engan „skíta-samning“ við Rússland

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur áhyggjur af því að Úkraína muni samþykkja „skíta – friðarsamning“ við Rússland – og þrýstir því á Frakka og Þjóðverja að halda vopnasendingum áfram til Úkraínu svo stríðið geti haldið áfram (mynd©EU1017Estonian Presidency).

Bresk yfirvöld vilja fá aðrar Evrópuþjóðir með sér í styrjöld við Rússland

Samkvæmt The Telegraph hefur Boris Johnson áhyggjur af því, að bandamenn Breta á Vesturlöndum hafi orðið fyrir barðinu á „stríðsþreytu“ og vilji binda enda á stríðið í Úkraínu.

Árangur Rússa að undanförnu í átökunum í Donbass hefur einnig aukið friðarviljann, sem veldur áhyggjum breskra stjórnvalda.

Samkvæmt Telegraph mun Johnson nota fundi í næstu viku með öðrum leiðtogum heimsins – á G7 fundinum í Þýskalandi og NATO fundi á Spáni – til að þrýsta á bandamenn eins og Þýskaland og Frakkland að „halda stefnunni“ :

„Það er umfangsmikil barátta í gangi við að gefa Zelensky svigrúm og fullvissa hann um, að ef hann vilji þrauka og sætta sig ekki við „skítafrið“ þá muni hann hafa nægan stuðning, siðferðilegan og í framkvæmd“ segir „háttsettur“ heimildarmaður breskra stjórnvalda við Telegraph.

Frá því stríðið braust út í febrúar hefur Boris Johnson unnið náið með Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu og þeir talast venjulega við í síma á nokkurra daga fresti. Johnson hefur einnig heimsótt Kænugarð í tvígang, skrifar Telegraph.

Allir breskir hermenn verða að vera tilbúnir að berjast gegn Rússlandi í nýrri styrjöld í Evrópu

Að sögn The Sun, þá segir nýskipaður æðsti hershöfðingi Bretlands Patrick Sanders í yfirlýsingu til hermanna landsins:

„Við erum sú kynslóð, sem verður að búa herinn undir að berjast enn á ný í Evrópu.“

Sir Patrick Sanders, 56 ára, hefur nýlega tekið við sem æðsti hershöfðingi Bretlands.

Í alvarlegum skilaboðum til hermanna Bretlands leggur hann áherslu á hversu alvarlegt stríð Pútíns er í Úkraínu og að breskir hermenn eigi að undirbúna sig fyrir komandi styrjöld. Frá þessu greina fleiri breskir fjölmiðlar. Hershöfðinginn skrifar skv. The Sun:

„Það er afar mikilvægt núna að skapa her, sem getur barist með bandamönnum okkar og sigrað Rússland í stríði. Innrás Rússa í Úkraínu undirstrikar aðal markmið okkar – að vernda Bretland með því að vera reiðubúin til að berjast og vinna stríð á landi.“

Sjá nánar hér

Deila