Heimsmálin: Evrópusambandið vill ekki semja við Boris Johnson

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands

Evrópusambandið vill ekki undir neinum kringumstæðum semja við Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands vegna Brexit enda ýti slíkur samingur undir að önnur lönd fari sömu leið.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Gústaf segir Evrópusambandið hræðast það mest að vel takist hjá bretum að ganga úr Evrópusambandinu, og vilji í raun koma í veg fyrir það

Evrópusambandið hefur engan áhuga á að semja við Boris Johnson, þeir vilja helst bíða þess að lýst verði yfir vantrausti á hann svo önnur ríkisstjórn komist til valda og láti kjósa enn á ný um Brexit, ef málið gengur það langt að lýst verði vantrausti á hann þá er umræðan sú meðal breta að hann fari þá á fund drottningar og neiti að segja af sér svo hún annað hvort ýti honum úr embætti eða láti hann sitja áfram en við það færi Brexit málið til drottningarinnar, þetta er það sem verið er að ræða á bak við tjöldin„,segir Gústaf.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila