Boris Johnson á fund drottingar eftir stórsigur í kosningunum í Bretlandi

Boris Johnson fundaði í morgun með Elísabetu Englandsdrottningu þar sem hann óskaði formlega eftir umboði til þess að mynda nýja ríkisstjórn.

Niðurstöður kosninganna eru afgerandi og túlka flestir niðurstöðurnar á þá leið að skilaboðin sem kjósendur gefa séu skýr, að þeir vilji að Bretland gangi úr Evrópusambandinu og að Brexit ferlið verði klárað. Íhaldsflokkurinn fékk 364 af 650 þingsætum.

Gangi áætlun Boris Johnson eftir mun Bretland ganga úr Evrópusambandinu 31. janúar á næsta ári.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila