Bretland samþykkir framsal Assange til Bandaríkjanna

Julian Assange, stofnandii Wikileaks, er sakaður um njósnir og tölvuinnbrot í Bandaríkjunum eftir birtingu leyniskjala, sem láku út og birtust á Wikileaks árið 2010. Skjölin fjölluðu um hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Afganistan og Írak.

Bandaríkin vilja gera Assange að víti til varnaðar öllum þeim sem vilja afhjúpa misgjörðir stjórnvalda og draga þau til ábyrgðar

Skömmu síðar fékk Assange pólitískt hæli í Ekvador og flúði eftir það í sendiráð landsins í London. Hann bjó þar í sjö ár – án þess að breska lögreglan hefði möguleika á að handtaka hann – þar til Ekvador aflétti friðhelgi hans árið 2019. Hann var þá fluttur í fangelsið Belmarsh í London meðal harðsvíraðra glæpamanna og haldið þar í einangrun.

Eftir það hefur mál hans velkst um í réttarfarskerfinu, m.a. úrskurðaði einn dómstóllinn, að hann skyldi ekki framseldur vegna heilsufars en annar dómstóll komst að þveröfugri niðurstöðu í apríl á þessu ári og sagði að hægt væri að framselja hann. Í kjölfar þeirrar tilkynningar kom það í hlut innanríkisráðherra að ákveða, hvort Assange skyldi framseldur. Að sögn innanríkisráðuneytisins brýtur framsal ekki í bága við mannréttindi eins og áður hefur verið haldið fram af samtökum, sem reyndu að stöðva ákvörðunina.

Dökkur dagur fyirr tjáningarfrelsið

Assange hefur nú tvær vikur til að áfrýja þessari ákvörðun, sem hann mun gera að sögn Wikileaks, sem skrifar á Twitter:

„Þetta er dimmur dagur fyrir fjölmiðlafrelsi og fyrir breska lýðræðið. Allir þeir sem unna tjáningarfrelsi skammast sín innilega fyrir framsal innanríkisráðherranns á Julian Assange til Bandaríkjanna, landsins sem undirbýr aftöku hans.

Julian gerði ekkert rangt. Hann hefur engan glæp framið og er ekki glæpamaður. Hann er blaðamaður og útgefandi og honum er refsað fyrir að sinna starfi sínu.

Það var í valdi Priti Patel að gera rétt. Þess í stað verður hennar að eilífu minnst sem vitorðsmanns Bandaríkjanna í áætlun þeirra um að breyta rannsóknarblaðamennsku í glæpastarfsemi.

Erlend lög ákveða nú takmörk blaðafrelsis hér á landi og sú blaðamennska sem hlaut virtustu verðlaun greinarinnar er talin framsalsbrot verðug lífstíðarfangelsi.

Leiðin að frelsi Julians er löng og torskilin. Í dag er baráttunni ekki lokið. Þetta er aðeins byrjunin á nýrri lagalegri baráttu. Við munum áfrýja í gegnum réttarkerfið. Næsta áfrýjun verður fyrir Hæstarétti. Við munum berjast hærra og hrópa harðar á götunum, við munum skipuleggja okkur og við munum gera sögu Julians þekkta fyrir alla.

Efist ekki um það, að þetta hefur alltaf verið pólitískt mál. Julian birti sönnunargögn um að landið sem reyndi að framselja hann hafi framið stríðsglæpi og hulið þá, pyntað og sópað yfir sporin, mútað erlendum embættismönnum og spillt fyrir réttarrannsóknum á misgjörðum Bandaríkjanna. Hefnd þeirra er að láta hann hverfa inn í myrkustu holu í fangelsiskerfi þeirra, það sem eftir er ævinnar og fæla þannig aðra frá því að draga stjórnvöld til ábyrgðar.

Við munum ekki láta það gerast. Frelsi Julians er tengt öllu frelsi okkar. Við munum berjast fyrir því að endurheimta Julian til fjölskyldu sinnar og endurheimta tjáningarfrelsið fyrir okkur öll.“

Á yfir höfði sér 175 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum

EFtir að Assange var handtekinn hefur hann verið einangraður í háöryggisfangelsinu Belmarsh í London. Verunni þar hefur skapað heilsufarsvandamál og verið lýst sem pyntingun. Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyndingum hefur krafist þess að hann verði látinn laus úr einangrun þar sem hann sé engin ógn við neinn.

Verjendur Julian Assange segj, að hann eigi á hættu 175 ára fangelsi verði hann sakfelldur í bandarískum dómstólum. En bandarísk stjórnvöld telja að sú tala sé mjög ýkt og í staðinn er talað um 4-6 ár, segir í frétt BBC.

Hér að neðan er yfirlýsing Wikileaks einnig á ensku:

Deila