Hátíðarstemning í London á útgöngudegi Bretlands úr Evrópusambandinu

Bretar fagna Brexit

Hátíðarstemning ríkir á götum og kaffihúsum í London en í dag ganga bretar formlega úr Evrópusambandinu. Í síðdegisútvarpinu var rætt við Ólaf Ísleifsson þingmann Miðflokksins sem var gestur í hljóðstofu og Jón Kristinn Snæhólm alþjóðastjórnmálafræðing, Hall Hallsson, blaðamann og sagnfræðing, Harald Ólafsson formann Heimssýnar og Gunnlaug Ingvarsson stjórnarmann í Heimssýn í síðdegisútvarpinu í dag, en svo vill til að Jón, Hallur, Gunnlaugur, og Haraldur eru staddir í Bretlandi til þess að fagna með Betum.

Félagar í Heimssýn eru staddir í Bretlandi og samgleðjast bretum. Í Bakgrunni er málverk af Viktoríu drottningu.

Fram kom í þættinum að hvert sem litið er skíni bros á andlitum fólks fánar blakta víða og tala bretar um að nú séu þeir loksins að öðlast frelsi á ný og að bretar séu afar þakklátir fyrir að losna undan væng Evrópusambandins. Í þættinum lýstu þeir félagar fyrir hlustendum þeirri stemningu sem ríkir í london og hvernig þeir upplifa þessi tímamót.

Hér má sjá íslenska hópinn sem hélt til Bretlands til að samgleðjast með bretum
Jón Kristinn Snæhólm alþjóðastjórnmálafræðingur

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila