Michel Barnier samningamaður ESB skipar Boris Johnson að afhenda fiskimið Breta til að fá aðgang að ”frjálsum viðskiptum ESB”

Michel Barnier samningamaður ESB

Samningamaður ESB Michel Barnier setur nú fram það skilyrði af hálfu ESB að til þess að ESB geri viðskiptasamning við Breta, þá þurfi Bretar að fórna fiskimiðum sínum og sjávarlögsögu Breta í hendur ESB.

„Frjáls viðskiptasamningur okkar verður að innihalda samkomulag um fiskveiðar. Samningurinn á að bjóða upp á gagnkvæman aðgang að mörkuðum og fiskveiðum með kvótaskiftingu.”

Í samningsuppdrögðum sem Daily Express segir frá er rætt um „samstarf” á grundvelli einhliða fiskveiðistefnu ESB sem Bretar sætta sig engan veginn við. Má búast við að þetta útspil ESB eigi eftir að vekja mikla reiði í Bretlandi en forsætisráðherra Breta, Boris Johnson, hefur lýst því yfir að Bretar muni ná sjávarlögsögu sinni úr höndum ESB við Brexit.

Jafnframt sagði Barnier að sérhver samningur í framtíðinni verði að innihalda „ábúðamiklar skyldur” vegna umhverfismála, vinnuréttinda, skattamála og reglna um ríkisstyrki.

„Við verðum að samþykkja sérstakar lágmarkstryggingar til að tryggja samskiptaferlið til lengri tíma.”

Samkvæmt heimildum í Brussel mun Evrópudómstóllinn fá lykilhlutverk við myndun samkomulags ”þar sem ekki er hægt að breyta evrópskum lögum án aðkomu dómstólsins.” 

Þá lýsti Barnier því yfir að Spánn hefði neitunarvald gagnvart öllum samningum varðandi Gibraltar sem tilheyrir Bretlandi.

Samningaviðræður hefjast formlega fyrstu vikuna í mars á fundum bæði í Brussel og London. Barnier telur ekki að takast muni að ljúka umræðunum á 11 mánuðum:

”Til að semja um öll mál þurfum við meiri tíma en 11 mánuði. – Þetta verður ekki business as usual.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila