Boris hefur skorið á hnútinn og frelsað Bretland

Hallur Hallsson blaðamaður og sagnfræðingur

Boris Johnson hefur með sigrinum í kosningunum í Bretlandi skorið á þann mikla rembihnút sem Brexit málið var orðið og nú fer Bretland úr Evrópusambandinu hvað sem tautar og raular.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halls Hallssonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Hallur segir að ástæðan fyrir að fólk hafi orðið afhuga Evrópusambandinu megi rekja til glóbalismans

það sem hefur verið að gerast í þessum glóbalisma er að alþýða fólks hefur orðið út undan, sett til hliðar og á ekki rödd í þessum gömlu verkamannaflokkum vítt og breitt um álfuna, alþýðan er núna að láta rödd sína heyrast og segja stopp, og þetta ættu nú forustumenn Sjálfstæðisflokksins hér heima að átta sig á þegar þeir hafa tekið þessa stefnu sem aðrir eru að snúa baki við“,segir Hallur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila