„Núna verður allri dellu hætt“

Boris Johnson

Eftir stórsigur Íhaldsflokksins sem hlaut 364 af 650 þingsætum breska þingsins segir flokksleiðtoginn Boris Johnson að hann „muni setja stopp fyrir alla dellu og sjá til þess að Brexit verði að raunveruleika fyrir janúarlok á næsta ári.“ Forsætisráðherrann túlkar kosningaúrslitin þannig, að „Brexit sé óumdeilanleg ósk bresku þjóðarinnar“.

Jeremy Corbyn formaður Verkamannaflokksins sagði eftir ósigurinn að hann myndi hætta sem formaður flokksins en flokkurinn hefur ekki fengið jafn slæma útreið síðan 1935. Ýmsir greinendur tala um „hrun sósíaldemókratismans“ í Evrópu og að Boris Johnson hafi tekist að brjóta vinstri stefnuna á bak aftur. Rætt er um „evrópska sjúkdóminn“ sem veldur flótta kjósenda frá sósíaldemókrötum í allri Evrópu.

Nicholas Aylott sagði í viðtali við sænska sjónvarpið að til lengri tíma litið sýna kosningarnar hrun sósíaldemókratismans:

„Í mörgum evrópskum löndum hafa kjósendur flúið sósíaldemókratíska flokka og farið til íhaldsamra flokka. Við höfum séð þetta gerast í Frakklandi, Þýzkalandi, Hollandi og Belgíu. Það sama er uppi á teningnum í Stóra Bretlandi“.  

Nigel Farage formaður Brexitflokksins tísti: „Vinstri öfga sósíalisminn hefur verið brotinn á bak aftur. Það eru góðar fréttir!“

Athugasemdir

athugasemdir

Deila