BREXIT viðræður ESB og Breta í strand – Boris Johnson tilkynnir í dag ákvörðun Breta um framhaldið

Boris Johnson mun gefa út yfirlýsingu síðar í dag, hvort haldið verði áfram með samningaviðræður við ESB vegna útgöngu Breta, eða hvort Bretar munu slíta samskiptum við ESB án samninga. ESB hefur reynt að bola Bretum út í horn versta nýlenduríkis með tilllögum um afarsamninga sem gera Breta skuldbundna að gefa eftir fullveldi sitt, landhelgi og náttúrúauðævi til ESB. Bretar krefjast hins vegar eðlilega að þegar þeir fara út úr ESB, þá endurheimti þeir fullveldi og stjórn þjóðríkisins á landi, lofti og sjó. ESB hefur tuddast við Breta með það að markmiði að sýna umheiminum og sér í lagi öðrum löndum innan ESB að „svona fer fyrir þeim sem dirfast að setja sig upp gegn valdinu í Brussel.” Eru búrókratarnir í Brussel skelfingu lostnir vegna lýðræðishreyfinga í aðildarríkjunum sem hvetja lönd sín til að fylgja eftir í kjölfar Brexit og ganga úr ráðstjórnarríkjum ESB með bækistöðvar í Brussel.

Boris Johnson sagði í síðasta mánuði að Bretar gengu út án samnings ef ekki næðist samkomulag á fundi Evrópuráðs ESB sem lýkur í dag. Bretar samþykkja ekki áframhaldandi fiskveiðar flota ESB-ríkja í landhelgi sinni eftir útgöngu en Frakkar hafa haft í miklum hótunum fái togarar þeirra ekki að halda áfram veiðum við strendur Bretlands eftir BREXIT. Boris Johnson gæti því gengið frá samningaborðinu í dag og sagt að Bretar gengu út án samnings af því að ESB hefði í raun engan áhuga á að semja.

Skilyrði ESB: Ef á að semja verður öll viðleitni til samnings í framtíðinni að koma frá Bretum

David Frost aðalsamningamaður Breta sagði í gærkvöldi að „forsætisráðherra Breta væri vonsvikinn eftir fyrsta dag á fundi Evrópuráðsins, þar sem engin merki væru sýnileg um að áhugasama vinnu ESB um framtíðarsamning við Breta eins og von der Leyen hefði sagt 3. október. Hann var hissa á fullyrðingum um að til þess að fá samning við ESB þyrfti öll viðleitni í framtíðinni að koma frá Bretum. Þetta eru óvenjuleg viðhorf til að ná samningum.”

Michel Barner samningamaður ESB og teymi hans hafa boðist til að koma til London í næstu viku og ræða málin og Frakkar sem virða ekki skilmála Breta segja að viðræðurnar geti haldið áfram til loka mánaðarins.

David Bannerman fyrrum þingmaður Íhaldsflokksins segir að líkur séu miklar á að Boris gangi út af samningafundinum í dag. David tísti: „Boris Johnson gæti haldið áfram án samnings núna. Fólk tekur áhættu með því að vanmeta hann. Og með öllu því slæma trausti og fölsku spili sem ESB leikur núna, þá eiga þeir það svo sannarlega skilið. Enginn samningur er enginn útgöngusamningur. Við verðum að vera skynsöm; ESB er sérstaklega ómeðfærilegt og hrokafullt.”

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila