Breytt afstaða Serba til ESB – fleiri á móti því að ganga með í sambandið

Lengi vel hafa skoðanakannanir í Serbíu sýnt fram á, að meirihlutinn er fyrir inngöngu í ESB. En núna hefur vindurinn breyst og stuðningurinn við ESB hefur hrunið. Það gæti þýtt, að Serbía dragi ESB-umsókn sína til baka, sem væri mikið áfall fyrir stækkunaráform framkvæmdastjórnar ESB.

Kröfur frá ESB um að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum hrekja marga burtu

Brusselelítan hefur lengi viljað fá Serbíu inn í sambandsríkið og með fjárhagslegum mútum hefur tekist að halda fleiri Serbum jákvæðum en neikvæðum í garð ESB-aðildar.

Formlega lagði Serbía inn aðildarumsókn þegar árið 2009 og fékk stöðu umsækjenda árið 2012, en landið hefur ekki enn verið samþykkt fullgildur aðili ESB og er talið að langur tími muni líða þar til það gerist. Um leið er umsókn landsins notuð til að aðlaga Serbíu að ESB og gera Serba háða fjármagni frá ESB.

En Úkraínustríðið og mikill þrýstingur ESB á Serbíu um að taka þátt í refsiaðgerum gegn Rússlandi hefur breytt almenningsálitinu verulega. Umtalsvert fleiri Serbar eru á móti ESB-aðild en þeir, sem eru með. Samkvæmt sumum könnunum vilja einungis 20 prósent vera með í ESB, aðrar kannanir sýna um 35 prósenta stuðning. Með svo lágum stuðningi gæti vel farið svo, að Serbía dragi aðildarumsóknina til baka.

Líta á ESB og NATO – sem gerðu loftárásir á Serbíu – sem einn og sama hlutinn

Margir Serbar gera ekki mikinn greinarmun á ESB og NATO. Meirihluti ESB-ríkja eru einnig aðilar að NATO og með grænt ljós á aðild Svía og Finna að NATO verður skörunin nánast algjör. Innrás Bandaríkjanna og NATO og loftárásir á Serbíu á tíunda áratugnum og hvernig Kosovo var tekið með vopnavaldi er ekki neitt, sem fólk gleymir eða fyrirgefur.

Sænska útvarpið heimsótti Serbíu til að taka púlsinn á viðhorfum til ESB. Ein þeirra, sem talað er við, er 34 ára Marija, sem telur að Serbía eigi að halda sér í armslengdar fjarlægð frá Vesturlöndum, ESB og NATO, sem hún og margir Serbar sjá ekki augljósa tengingu við.

„Ég held ekki að við eigum að vera með. Þetta byrjaði með loftárásum NATO og ég held að við eigum ekki heima á þessarri hlið.“

Prófessor í stjórnmálafræði telur að Serbar ættu að velja ESB

Serbar hafa fram að þessu getað nálgast ESB samtímis og þeir hafa haldið góðu sambandi við Rússland. Stríðið í Úkraínu hefur aukið þrýsting á hlutlausa Serbíu að taka stöðu gegn Rússlandi. Sænska útvarpið segir, að það sé ekki sjálfsagt að benda einhliða á Rússland sem stóra sökudólginn.

Í Novi Sad hitti sænska ríkisútvarpið prófessor og doktor í stjórnmálafræði, sem kennir við lagadeild borgarinnar. Hann segir erfitt að útskýra ást Serba á Rússlandi.

„Ástarsamband Serba við Rússland er flókin saga og það er ekki alltaf auðvelt að skilgreina slíkt samband.“

Að velja Rússland fram yfir ESB telur hann hafa í för með sér hættuna að vera „faðmaður til dauða.“ Hins vegar hafa ESB-ríki eins og Ungverjaland og Pólland svipaða reynslu af erfiðleikum í samskipum við Brussel.

Serbum finnst þeir vera í klemmu á milli ESB og Rússlands og óþægilegt að þurfa annað hvort að kveðja gamla vin sinn Rússland eða loka dyrunum á ESB. Að vera lítið hlutlaust land á milli risanna er erfitt.

Serbneskir bændur keyptir með styrkjum frá ESB

Vojvodina er meðal frjósamasta landbúnaðarsvæða í Evrópu. Í dreifbýli er fólk meira efins um ESB en í borgunum. Efnahagslega mútustefnu ESB beinist því að því að vinna bændurna.

Á bæ nálægt landamærum Króatíu reka Tordor og eiginkona hans og sonur búskap og rækta meðal annars maís, sólblóm og soja. Þau hafa einnig naut, svín og kindur. Þau fengu styrk frá ESB til að kaupa dráttarvél, sem er afgerandi fyrir búskapinn og Tordor segir að dráttarvélin hafi áhrif á afstöðu þeirra til ESB:

„Þessi [dráttarvél] er algjörlega mikilvæg fyrir okkur.“

Skoðanakannanir sýna að þeim fækkar stöðugt, sem hægt er að kaupa fyrir peninga frá ESB. Fyrir sífellt fleira fólk eru serbneska tryggðin og heilindin ekki til sölu. Það sem ESB krefst núna af Serbum varðandi stuðning við refsingar gegn Rússlandi finnst meirihluta Serba verið að ganga of langt.

Kemur í ljós hvort ESG geti haft áhrif á almenningsálitið með meiri ESB-peningum en kannski er búið að loka áður opnum glugga með vinsamlegri afstöðu til ESB. Kannski hefur of langur tími liðið án þess að Serbíu hefur verið hleypt að fullu inn í hlýjuna í Brussel.

Sjá nánar hér

Deila