Brimbrettameistari karla gerist kona, skírir sig „Sasha“ og vinnur brimbrettakeppni kvenna í Ástralíu

43 ára karlmaður sem kallar sig „Sasha“ sigraði í landskeppni kvenna á brimbretti í Ástralíu. 3 árum áður sigraði hann í keppni karla í sömu grein. „Sasha“ berst glöð með öldum fram eftir að látið er viðgangast að hún sé sigurvegari kvenna. (© sasha_jane_lowerson).

Fyrsta maðurinn/konan sem vinnur bæði í íþróttagrein karla og kvenna í Ástralíu og jafnvel víðar

Sasha Jane Loweson sjálfsmynd.

Fyrir þremur árum síðan vann hann brimbrettakeppni karlmanna í Ástralíu. Núna varð hann sigurvegari í brimbrettakeppni kvenna. Trúlega er Ryan Egan fyrsti karlmaðurinn sem einnig verður sigurvegari kvenna, eftir að hafa lýst sig sem konu, hafið kyinskiptaferli og tekið upp nafnið Sasha Jane Lowerson.

Sasha Jane Lowerson, sem áður hét Ryan Egan, er fyrsti karlmaðurinn sem keppir í brimbrettaíþróttinni sem kona í Ástralíu og fór létt með sigur af hólmi um helgina, að því er News.com.au greinir frá.

Ryan Egan var lengi vel farsæll brimbrettakappi og vann fjölda keppna karla, síðast meistaramótið í Vestur-Ástralíu 2019. En árið 2020, þegar hann var 40 ára gamall og orðinn einn af eldri keppendum í þessari líkamlega krefjandi íþrótti, þá áttaði Ryan sig skyndilega á því að hann væri í raun kona:

„Ég vissi mjög ungur að árum, að ég var ekki venjulegur strákur. Mestan hluta ævinnar hélt ég, að Sasha gæti aldrei orðið til, að ég yrði að setja hana ofan í kassa. Margar stúlkur upplifa slíkt.

Á um það bil tveggja ára fresti vildi ég fremja sjálfsmorð og þegar ég mér tókst það næstum 2020, þá hugsaði ég – Hvað ertu að gera? Þú lifir í lygi.

Ég tók ákvörðun um að vera heiðarleg við mig og heiminn og ákvað að afhjúpa Sasha. Ég hóf lækningaskipti í byrjun árs 2021.“

„Sasha“ er gift, býr í Perth og á dóttur.

Sjá nánar hér og hér

Hér að neðan er listi sigurvegara í tveimur brimbrettagreinum kvenna og sést þá að engin kvenna kemst nálægt hinni nýju stórmeistaradrottningu brimbrettanna „Sasha.“

Open Women’s Longboard results

1. Sasha Jane Lowerson (Mandurah) — 14.70

2. Georgia Young (Perth) — 10.63

3. Samantha Vanderford (Greenhead) — 9.27

4. Shae Sheridan (Dunsborough) — 8.67

Open Women’s Logger results

1. Sasha Jane Lowerson (Mandurah) — 13.97

2. Emily Gibbs (Dunsborough) — 11.37

3. Georgia Young (Perth) — 10.73

4. Shae Sheridan (Dunsborough) — 7.57

Deila