Brottvísaðir hælisleitendur í Danmörku þvingaðir að taka kórónupróf

Jótlandspósturinn segir frá því, að hælisleitendur sem ekki fá hæli í Danmörku og er vísað brott úr landinu, eru tilneyddir að taka kórónupróf svo hægt sé að senda þá úr landi. Tvisvar sinnum hefur þurft að beita valdi að sögn Jótlandspóstsins. Hægt er að beita valdi eftir að ný lög voru sett um málin. Mörg flugfélög neita að taka á móti brottvísuðum hælisleitendum án PCR-prófa, sem sýna að viðkomandi sé ekki smitaður af Covid-19. Flest móttökuríki krefjast einnig þess sama. Hafa brottvísaðir bæði í Danmörku og sérstaklega í Svíþjóð neitað að láta taka próf og þannig komið í veg fyrir brottvísun.

Mattias Tesfaye innanríkisráðherra Danmerkur segir við Jótlandspóstinn að „það er einmitt ástæðan fyrir því að við settum þessi lög sem gera það mögulegt að með valdi taka prófsýni úr hælisleitendum.” Tesfaye er ánægður með hvernig lögin hafa virkað fram að þessu, því flestir samþykkja sýnatöku.

Vinstriflokkurinn Einingarlistinn gagnrýnir þvingandi Covid-próf og Rosa Lund fulltrúi flokksins segir við Jótlandspóstinn: „Ef maður hefur ekki löglegan rétt á að vistast í Danmörku á maður að sjálfsögðu ekki að vera hér en það á ekki að beita valdi.”

90% brottvísaðra hælisleitenda í Svíþjóð neita að láta taka sýni til að komast hjá brottvísun

Expressen greindi frá því í vor, að Svíþjóð getur ekki framfylgt brottvísun hælisleitenda úr landi, þar sem 9 af hverjum 10 neita að fara í Covid-próf. Miklar umræður hafa verið í Svíþjóð um málið, þar sem dómskerfið virkar ekki, þegar menn geta sjálfir ákveðið hvort að brottvísun er framkvæmd eða ekki með jafn einföldum hætti. Stjórnarandstaðan ræðir ný lög svipuð og í Danmörku.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila