Tveir alvarlega slasaðir eftir bruna í Mávahlíð

Þrír einstaklingar á þrítugsaldri slösuðust í brunanum sem varð í Mávahlíð á aðfararnótt miðvikudags. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð en kviknað hafði í potti á eldavélarhellu. Tveir þeirra sem slösuðust eru alvarlega slasaðir eftir brunann. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins standið yfir og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila