Brynjar tortrygginn gagnvart hálendisþjóðgarðinum – Hálendið hverfur ekki þó það verði ekki að þjóðgarði

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Það er ekki endilega besti kosturinn að vera með hálendisþjóðarð sem er miðstýrður frá Reykjavík í stað þess að hafa það fyrirkomulag sem hingað til hefur gengið prýðilega. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Brynjar segist bæði efins um ágæti frumvarps um hálendisþjóðgarð og raunverulegan tilgang þess að gera hálendið að þjóðgarði. Hann segir að málið beri þann keim að verið sé að búa til kerfisskrímsli þar sem allt verði þungt í vöfum, í þeim tilgangi að hindra að hægt verði að nýta hálendið með skynsömum hætti

þá verður það þannig að það má ekkert gera, þetta mun allt snúast um einhverja verndun, þá verður ekki hægt að nýta neinar auðlindir„.

Hann segist óttast að sveitarfélögin sem eiga hagsmuna að gæta muni ef frumvarpið verði að veruleika ekki geta nýtt þau svæði sem áður tilheyrðu þeim og bendir á að hingað til hafi ekkert þurft að setja á fót sérstakan hálendisþjóðgarð og með núverandi fyrirkomulagi hafi ekki fylgt nein sérstök vandamál sem kalla á breytingar af þessu tagi.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila