Búist við að Donald Trump ávarpi þing Íhaldssambandsins í Orlando Flórída á morgun sunnudag

Michael R. Pompeo fv. utanríkisráðherra Bandaríkjanna uppskar gífurlegt lófaklapp og fögnuð, þegar hann útskýrði hvernig ríkisstjórn Trumps hefði tekist að halda friðinn við verstu andstæðinga Bandaríkjanna.

Íhaldsmenn í Bandaríkjunum halda þing CPAC (Conservative Political Action Conference) í Orlanda, Florída sem hófst fimmtudagskvöld og lýkur sunnudag. Í skrifandi stundu heldur fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna Pompeo ræðu við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Útskýrði hann á persónulegan hátt hvernig stefna ríkisstjórnarinnar að ætíð vinna fyrir hag Bandaríkjanna í öllum málum hefði notið virðingar í heiminum. Sagði hann að Bandaríkin ættu alls ekki að semja við Kína um að flytja störf frá Bandaríkjunum til Kína eins ríkisstjórnir Demókrata hafa gert.

Rakti Pompeo hvernig Biden væri að eyðileggja margt sem áunnist hefur í tíð ríkisstjórnar Donald Trumps. Stóðu fundargestir upp og klöppuðu lengi fyrir Pompeo í lokin en þá hafði hann sagt frá einstökum viðræðum við óvini Bandaríkjanna og hvernig vopnuðum átökum var afstýrt með stefnu ríkisstjórnarinnar. Bandaríkjaher er eins og kunnugt er kominn í stríð aftur í Sýrlandi samkvæmt skipun beint frá Biden forseta.

Einnig má sjá beina útsendingu frá þinginu hér og hér

Ræða öldungardeildarþingmannsins Josh Hawley sem hefur orðið fyrir aðkasti vinstri manna vegna skorunglegrar baráttu fyrir frelsi einstaklingsins og málfrelsi, fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti.

Öldungardeildarþingmaðurinn Ted Cruz talaði á þingi Íhaldsmanna í Orlando. Hann sagði að Donald Trump muni hverki hika og verða áfram virkur í stjórnmálum fyrir Repúblikana flokkinn.

Jason Millor ráðgjafi Donald Trump segir að Trump muni ræða stöðu stórnmálanna í Bandaríkjunum og stefnu ríkisstjórnar Joe Biden sem nú er við völd. Trump mun ræða reynsluna af kosningunum 2020 og breytingar sem þurfi að gera varðandi kosningafyrirkomulagið, framtíð Repúblikanaflokksins, hag Bandaríkjanna í fyrsta rými, Made in USA í staðinn fyrir Made in China.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila