Búist við að Ítalir kjósi hægra bandalagið – ESB hótar Ítölum ef þeir kjósa ekki rétt: „Við höfum verkfærin“

Giorgia Meloni var talin hættulegasta kona Evrópu á forsíðu þýska Stern. Áður hafði Ursula von der Leyen prýtt forsíðu Time vegna kreppuleiðsöguhæfileika ESB.

Á morgun, sunnudag, eru kosningar á Ítalíu og bandalag hægrimanna undir forystu Giorgia Meloni, leiðtoga Fratelli d’Italia, sem fær um 25 prósent í könnunum, lítur út fyrir að stefna á auðveldan sigur. Saman safna hægri flokkarnir þrír tæplega 50 prósentum en ESB líkar það engan veginn.

Hægri flokkarnir þrír með tæp 50% í könnunum – Ítalía gæti fengið fyrstu konuna sem forsætisráðherra

Hin 45 ára Giorgia Meloni er mjög andvíg innflytjendastefnu ESB og er ekki vel við pólitískan rétttrúnað og innan skamms gæti hún orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu. Hún á að baki fortíð sem blaðamaður og sem æskulýðsráðherra. 31 árs að aldri, varð hún yngsti ráðherra landsins árið 2008. Frá árinu 2020 hefur hún verið formaður European Conservatives and Reformists (ECR), sem Svíþjóðardemókratar eiga aðild að. Vinstri menn reyna allt sem þeir geta til að sverta Meloni niður en skelfingin breiðir úr sér á þeim vængnum. Meðal annars hefur Giorgia Meloni verið kölluð „hættulegasta kona Evrópu“ á forsíðu þýska vikuritsins Stern. Að meðtöldum Lega sem Matteo Salvini leiðir og Forza Italia með Silvio Berlusconi, þá eru flokkarnir þrír með tæp 50% fylgi í könnunum.

Gríman dottin af Úrsúlu – hótar Ítölum fyrir kosningar að þeir skulu gæta sín og kjósa rétt

Ef Ítalir kjósa óþægilega hægri stjórn í kosningunum á morgun, þá má ESB gripið til svipaðra refsiaðgerða eins og sambandið hefur gert gagnvart Ungverjalandi og Póllandi. Ursula von der Leyen tilkynnti þetta að sögn Reuters.

Hægriflokkurinn Bræður Ítalíu – sem í sænskum fjölmiðlum er lýst sem „eftirfasistum“ – gæti hugsanlega myndað ríkisstjórn eftir ítölsku kosningarnar á morgun. Frjálshyggjubræður og systur innan ESB hafa miklar áhyggjur af kosningamálum á Ítalíu og eru greinilega að smíða áætlum um, hvernig ESB á að takast á við hægri sveifluna.

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, hefur þegar hótað að beita sömu refsiaðgerðum gegn Ítalíu og sambandið hefur áður beitt gegn öðrum löndum, sem kusu íhaldssamar ríkisstjórnir. Spurð um miklar áhyggjur sínar af kosningunum á Ítalíu svarar hún:

„Ef hlutirnir verða erfiðir – ég hef nefnt Ungverjaland og Pólland – þá höfum við verkfærin.“

Ókjörinn leiðtogi ESB svívirðilega hrokafull

Matteo Salvini, leiðtogi Lega-flokksins, sem gagnrýnir innflytjendastefnu ESB, er samstarfsaðili í ríkisstjórnarsamstarfi með Bræðrum Ítalíu. Hann gagnrýnir harðlega ummæli hins ókjörna leiðtoga ESB, sem hann lýsir sem „svívirðilegum hroka.“ Salvini tístir:

„Hvaða hótun er þetta? Virðið frjálsa, lýðræðislega og fullvalda kosningar ítölsku þjóðarinnar!“

Von der Leyen virðist hafa verið að vísa til ákvörðunar framkvæmdastjórnar ESB í síðustu viku að mæla með því að um 7,5 milljarða evra aðstoð við Ungverjaland verði dregin til baka, vegna þess að landið hafi ekki virt „reglur réttarríkisins.“

Giorgia Meloni, forsætisráðherraefni ítalska hægribandalagsins, mælir fyrir stefnu, sem minnir um margt á stefnu Viktors Orbans í Ungverjalandi. Meloni sagði á kosningafundi:

„Það er enginn möguleiki á málamiðlun. Já við eðlilegum fjölskyldum. Nei við opingátt LGBT. Nei við ofbeldi íslams, já við öruggari landamæri, nei við fjöldainnflytjendum, já fyrir atvinnu landsmanna og nei við fjármálastefnu glóbalistanna.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila