Býður upp á glúten og mjólkurlausan plokkfisk fyrir þá sem eru með ofnæmi

Magnús Guðfinnsson

Á tímum þar sem tíðni matarofnæmis af ýmsu tagi hefur aukist krefst það leitar að lausnum fyrir þá sem á þurfa að halda og af því geta nýjar afurðir sprottið fram á sjónarsviðið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Magnúsar Guðfinnssonar matreiðslumanns sem rekur matvælafyrirtækið Höndlarann í þættinu Matur og heilbrigði í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Magnús segir að þegar hann komst að því að skólar væru hættir að bjóða upp á plokkfisk vegna matarofnæmis sumra nemenda ákvað hann að fara í ákveðna þróunarvinnu og útkoman hafi verið sú að í dag geti hann boðið upp á glúten og mjólkurlausan plokkfisk og hefur þessi nýja útgáfa af plokkfiski notið vinsælda.

Plokkfiskur er þó langt í frá eina tegund rétta sem Höndlarinn býður upp á því boðið er upp á mikið úrval rétta af öllu tagi og einnig snittur, auk þess sem hægt er að fá nýja útgáfu af brauðtertum sem hægt er að taka með sér heim. Fyrir þá sem vilja panta vörur frá Magnúsi og félögum þá er símanúmerið 624-8866.

Smelltu hér til þess að skoða úrvalið hjá Höndlaranum

Sjá má hér að neðan snittur og brauðtertur sem Höndlarinn býður meðal annars upp á.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila