Byrlunarmál á Akureyri enn til rannsóknar

Mál blaðamannana Þórðar Snæs Júlíussonar, Aðalsteins Kjartanssonar og Arnars Þórs Ingólfssonar vegna svokallaðs byrlunarmáls á Akureyri er enn til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri. Blaðamennirnir sem um ræðir eru grunaðir meðal annars um dreifingu viðkvæms efnis úr síma Páls Steingrímssonar skipstjóra sem stolið var á meðan hann lá milli heims og helju á sjúkrahúsi eftir að hafa verið byrluð ólyfjan.

Í svari Arnfríðar Gígju Arngrímsdóttur aðstoðaryfirlögregluþjóns á Akureyri við fyrirspurn Útvarps Sögu um stöðu málsins segir hún að málið sé í rannsókn en hún geti ekki gefið upp hvort og hvaða rannsóknaraðgerðir séu fyrirhugaðar, hafnar eða afstaðnar eða veitt frekari upplýsingar á þessari stundu.

Deila