Býst við að hin árlega skötuveisla í Garði verði fjölsótt eins og verið hefur

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfsæðisflokksins

Íbúar í Garði standa að heilmikili skötuveislu næstkomandi miðvikudag og er búist við húsfylli í Gerðaskóla í Garði líkt og verið hefur undanfarin ár. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra sem vinnur að undirbúningi veislunnar miklu og sagði frá því í síðdegisútvarpinu í dag þar sem hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur hvað þar stæði til.

Ásmundur sagði íbúa og gesti þeirra vera afar ánægða með viðtökurnar sem hin árlega skötuveisla hefur fengið, enda sé skata mikill herramanns matur þó hún sé nú sennilega ekki í miklu uppáhaldi veirunnar og allt eins líklegt að lyktin ein geri út af við allar veirur á svæðinu.

Hann segir að á boðstólnum sé millisterk skata sem komi frá Vestmannaeyjum og er hún verkuð af Pétri Ármannssyni sem flestir þekkja sem Pétur hákarl.

Af orðum Ásmundar að dæma eru talsverð vísindi á bak við verkun skötunnar sem hann segir að ráðist af því hvort elda eigi skötuna í ofni eða sjóða í potti, ekki sé sama hvernig hún sé verkuð.

Með herlegheitunum verður að sjálfsögðu bornar fram rófur og kartöflur eins og vera ber. Auk þess sem Rúnar Þór mun leika fyrir dansi eftir veisluna. Nálgast má miða með því að hafa samband við Ásmund á Facebook.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila