Carl Bildt reitir Norðmenn og Dani til reiði – Segir að Svíar hefðu barist betur en aðrir „ef Hitler hefði ráðist á Svíþjóð”

Carl Bild er drjúgur 81 ári eftir innrás Hitlers í Danmörku og Noreg. Núna segir hann að Svíþjóð hafi þá haft „miklu betri varnir en Noregur og sér í lagi betri en Danmörk og hefði Hitler ráðist á Svíþjóð, ja það hefði nú verið slagur.”

9. apríl 1940 réðust herir Þjóðverja bæði á Danmörku og Noreg. Ríkisstjórn Danmerkur gafst upp eftir nokkra tíma af ótta við að Kaupmannahöfn yrði fyrir sprengjuárás. Annað var upp á teningnum í Noregi en Norðmenn veittu hreystilega andspyrnu og héldu því áfram með breskri og franskri aðstoð fram í júni. Carl Bildt fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar tísti í tilefni dagsins, að ef Hitler hefði ráðist á Svíþjóð, þá hefði hann mætt harðari andspyrnu en í grannríkjunum: „Varnir Svíþjóðar 1940 voru ekki fullkomnar en engu að síður betri en Noregs og þá sérstaklega betri en varnirnar í Danmörku. Ef Hitler hefði ákveðið að gera innrás í Svíþjóð, þá hefði sko orðið slagur.”

Tókst að ýfa upp sár stríðsáranna – drukknar í háðsflóði Norðmanna, Finna og Dana

Carl Bildt tókst að ýfa upp gamlar tilfinningar og hefur gagnrýnum athugasemdum rignt í þúsundatali yfir hann frá Noregi, Danmörku og Finnlandi og hann sagður „vera án söguþekkingar” og með „ópassandi yfirlýsingar.” Orð eins og óforskammaður, smánarlegur, tilgangslaus og virðingarlaus eru notuð til að lýsa tilfinningum Norðmanna um hroka Carl Bildts. Kjarni gagnrýninnar gengur út á, að Svíþjóð leyfði þýskum hermönnum að fara gegnum Svíþjóð bæði að norsku og finnsku landamærunum.

„Mér finnst það furðulegt ef þetta tíst er ekta. Og er það svo slæmt, þá finnst mér þetta vera ósmekklegt” segir varnamálaráðherra Noregs Frank Bakke-Jesen Höyre.

„Þakka þér fyrir að minna okkur á, að Svíþjóð gerði ekkert fyrir Noreg þennan dag 1940. Þið lituð í hina áttina á meðan Hitler hertók Noreg” tísti Lene Westgard-Halle þingmaður Höyre.

„Finnland hefði alveg þegið meiri aðstoð gegn Sovétríkjunum í vetrarstríðinu” skrifar Pauli Sorrti, finnskur lögfræðingur.

„Með fullri virðingu: Haltu þér saman” svarar norska blaðakonan Jenny Dahl Bakken.

„Ég varð bæði hissa og vonsvikin en mest leið, þegar ég sá tístið” segir Abid Raja menningar- og jafnréttisráðherra Noregs.”

„Ef allir hefðu hegðað sér eins og Svíar, þá hefði Hitler unnið stríðið” segir Sylvi Listhaug fyrsti varaformaður Framfaraflokksins í Noregi.

„Smekkleg skilaboð frá landinu sem leyfði hundruðum þúsundum þýskra hermanna að hjálpa Hitler að merja Noreg undir járnhælinn” tístir rithöfundurinn og vinstri maðurinn Mímir Kristjánsson.

„Þetta var algjörleg óþarfi. Fyrrum utanríkisráðherra sem tjáir sig með þessum hætti sýnir að han hefur ekki skilið mikið” segir Ulf Erik Torgersen safnstjóri hersafnsins í Narvik.

„Hlakka til að fá tíst Carl Bildts á Hírósímadeginum um hvernig Svíþjóð hefði sigrað atómsprengjuna miðað við Japan” tístir norski rithöfundurinn Anders Heger.

Carl Bildt segir við norska fjölmiðla að fólk hafi ekki lesið tístið sitt: „Það er alltaf viturlegt að lesa það sem maður segir.” Hann segist ekki sjá eftir tístinu og að hann sé misskilinn.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila