Carl Bildt vísar RAND lekanum á bug sem „falsfrétt“ – starfar sjálfur hjá hugveitunni

Carl Bildt segir gögnin sem lekið hafa frá RAND hugveitunni vera fölsuð.
  • Birting Nýja Dagblaðsins í Svíþjóð á skjölum, sem virðast hafa lekið frá hinni áhrifamiklu RAND Corporation hugveitu, hafa vakið heimsathygli.
  • Carl Bildt, fyrrverandi utanríkis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar, sendir nú frá sér athugasemd, þar sem hann fullyrðir að skjölin séu „fölsuð.“
  • Það sem kemur ekki fram í samhenginu, er að Bildt starfar sjálfur á vegum hugveitunnar sem ráðgjafi Evrópudeildar RAND.

Í skýrslunni sem lekið hefur verið út frá hugveitunni RAND í Washington, kemur meðal annars fram hvernig orkukreppan í Evrópu var skipulögð í smáatriðum, sem hluti af kaldrifjaðri stefnu Bandaríkjamanna. Þar viðurkenna þeir, að þeir geri sér fulla grein fyrir því að sú árásargjarna utanríkisstefna, sem Bandaríkin hafa fylgt lengi í Úkraínu muni þvinga Rússa til hernaðarárásar á landið og hvernig Evrópa verður þar af leiðandi skipt pólitískt og efnahagurinn skaðast, sem þjónar bandarískum hagsmunum.

Frétt Nýja Dagblaðsins hefur hlotið mikla athygli á heimsvísu. Mikið er fjallað um efni skýrslunnar og áreiðanleika hennar á málstofum og samfélagsmiðlum.

Öll umræðan varð til þess, að fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar, Carl Bildt, tjáði sig um birtinguna á sunnudag. Hann vísar því á bug, að lekinn komi frá RAND og telur að skjalið sé „falsað.“ Hann skrifar á Twitter:

„Það er auðvitað falsað frá upphafi til enda. Það er engin slík skýrsla frá Rand Corporation.“

Bildt felur að hann er starfsmaður Rand Corporation

Það sem Bildt segir ekki frá, er að hann sjálfur er nátengdur hinni áhrifamiklu hugveitu. Árið 2006 mátti lesa á heimasíðu hugveitunnar, að Bildt hafi verið boðið að tala hjá einkaskólastofnun hugveitunnar Frederick S. Pardee RAND Graduate School. Síðustu fimm árin hefur Bildt starfað sem ráðgjafi fyrir Evrópudeild hugveitunnar. Á heimasíðu RAND kemur fram, að Bildt var fenginn til starfa til að „bjóða upp á nýja innsýn og bæta við þá eiginleika sem núverandi meðlimir standa fyrir“ og að ráðgjafarnir muni „veita mikilvæga óháða leiðbeiningar, byggða á fjölbreyttri reynslu og fagmennsku“.

Ráðgjafar hugveitunnar skuldbinda sig einnig til að styðja RAND í hlutverki þess að „leggja sitt af mörkum til að bæta stefnu og ákvarðanatöku með rannsóknum og greiningu.“

Tveimur árum áður, árið 2014, fékk hann sæti í trúnaðarráði RAND sem þriðja nafn beint á eftir formanni og varaformanni skv. heimasíðu RAND. Hugveitan segir í fréttatilkynningu um stöðu Bildts sem fulltrúa í ráðinu:

„Þessir nýju trúnaðarmenn – hver um sig með víðtæka leiðtogareynslu, munu stuðla að áframhaldandi stefnumótandi, hlutlægum greiningum, sem sendar eru til yfirvalda og stjórnenda út um allan heims“

Carl Bild einn fremsti glóbalistinn meðal sænskra stjórnmálamanna

Nýja Dagblaðið hefur áður skrifað um, að Carl Bildt er einna duglegastur sænskra stjórnmálamanna að blanda sér í ýmis yfirþjóðleg verkefni glóbalistanna. Forsætisráðherrann fyrrverandi er einnig formaður Evrópudeildar hinnar áhrifamiklu hugveitu – Trilateral Commission, sem var stofnuð árið 1973 af pólsk-ameríska ráðgjafanum Zbigniew Brzezinski og Henry Kissinger í umboði hins alræmda ofurglóbalista David Rockefeller.

Bildt er einnig iðinn þátttakandi á samkomum hins alræmda hnattræningjanets World Economic Forum og hefur birt greinar á vefsíðu sinni með fyrirsögnum eins og „Til varnar glóbalismanum.“ Bildt heldur því fram, að mikið af framförum í heiminum sé að þakka „heildarfskipulagi rjálshyggjunnar“ í heiminum. Athygli vekur, að Bildt er núna aftur nefndur, sem líklegur í embætti utanríkisráðherra Svíþjóðar.

RAND Corporation hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem neitað er að skýrslan komi frá þeim. Hins vegar útskýra þeir ekki hvað er rangt í gögnunum að þeirra mati – heldur láta sér nægja að kalla efnið „furðulegt“ og „falsað.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila