Landsig í Christchurch tifandi tímasprengja og yfirvöld hunsa aðvaranir

Húgó Kristinsson

Landsig vegna jarðskjálfta í Christcurch á Nýja-Sjálandi er tifandi tímasprengja og þar gætu orðið miklar hamfarir ef jarðskjálfti verður á háflóði.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Húgós Kristinssonar sem búið hefur  í borginni í áraraðir og hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu eftir tíða jarðskjálfta á svæðinu.

Húgó sem var gestur í þætti Markúsar Þórhallssonar greindi meðal annars frá því að hann sjálfur hafi ekki farið varhluta af því ástandi sem er á svæðinu

húsið okkar hefur færst til og sokkið niður heila 55 sentimetra“,segir Húgó.

Húgó segir ekkert vit í að búa þarna

eða að vera á svæðinu yfirleitt, svæðið er komið 98 sentimetra niður fyrir sjávarmál og ef það verður þarna jarðskjálfti á háflóði þá þarf ekki að spyrja að leikslokum“.

Húgó sem er nú staddur á Íslandi er nú að íhuga að flytja aftur til Íslands vegna ástandsins ” ég er búinn að vera að berjast í þessu núna í níu ár og yfirvöld þau bara hunsa þessa gríðarlegu hættu sem þarna er til staðar og hafa meðal annars tekið alt regluverk úr sambandi hvað varðar húsbyggingar svo þarna má byggja á eigin ábyrgð, sem segir nú svolítið til um hvað er þarna að eiga sér stað“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila