CNN fer af sporinu í hatri gegn Bandaríkjaforseta – líkir bandarísku ríkisstjórninni við árásarlið nasista gegn Gyðingum

Það er vægast sagt einhliða sú mynd sem fréttamiðilinn CNN gefur af Bandaríkjaforseta, alla vega fréttakonan Christiane Amanpour. Í þætti er hún minntist hryllingsárásar nasista á Gyðinga á svo kallaðri Kristallnótt, þegar nasistar gerðu Gyðinga að skotspæni í aðför sem endaði með Helförinni, þá sagði Amanpour Bandaríkjaforseta hafa sömu afstöðu og nasistar. Sagði hún að Donald Trump Bandaríkjaforseti stundaði sömu árásir á „staðreyndir, sögu og sannleika eins og nasistarnir á Kristallnóttunni og það sem eftir var af tilveru Þriðja ríkisins.“

„Eftir fjögur ár af nútíma árásum Donald Trump á sömu gildin, þá lofar teymi Biden og Harris að snúið verði aftur til hins eðlilega“ segir Amanpour. Kristallnóttin var nóttin milli 9. og 10. nóvember 1938, þegar þýskir nasistar brenndu synagógur, unnu skemmdarverk á heimilum Gyðinga, skólum og fyrirtækjum og drápu um 100 Gyðinga. Nóttin er stundum nefnd „Nótt brotna glersins.“

CNN afbakar minninguna um Helförina með samlíkingunni við Trump

Í skrifum sínum um málið segir Evita Duffy að CNN standi sjálft fyrir hinni raunverulegu árás á söguna þegar álitsgjafar miðilsins bera ríkisstjórn sem þeim er í nöp við saman við eina verstu og ofbeldisfyllstu ríkisstjórn mannkynssögunnar. Á sama augnabliki og Adolf Hitler varð kanslari Þýskalands bjuggu Gyðingar í Þýskalandi við stjórnmál nasískra kúgara, þótt ofbeldi hefði ekki verið beitt strax í upphafi. Kristallnóttin var afdrifaríkur þáttur í sögunni og merkti kaflaskiftin þegar nasistarnir fóru frá kúgun í orði yfir í ofstækisfullar öfgar og útrýmingarstefnu í stjórnmálunum.

Minningarsafn Bandaríkjanna um Helförina skýrir Kristallnóttina á eftirfarandi hátt: „Kristallnóttin markaði þáttaskil í sögu Þriðja ríkisins, þegar löggjöf og andgyðinglegur áróður breyttist í ofbeldisárásir gegn Gyðingum sem náðu hámarki með Helförinni.“ Frá og með 1941 framkvæmdu Hitler og nasistar „endalegu lausnina“ á því sem þeir sögðu vera „Gyðingavandann“ með kerfisbundnum fjöldamorðum á u.þ.b. 6 milljónum Gyðingum og drápu samtals yfir 10 milljónir manns. Þetta er núna alþekkt sem Helförin.

Grófar aðdróttanir CNN gegn andstæðingi sínum með því að bera hann saman við Helförina og það sem Kristallnóttinn stendur fyrir í sögu þýskra Gyðinga, er ekkert annað en að afbaka minninguna um verstu grimmd manneskjunnar sem ber að taka alvarlega og aldrei má gleymast.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila