Langtum fleiri látnir og sýktir úr kórónaveirunni en sagt er frá opinberlega

Hægt er að fylgjast beint með opinberum tölum í rauntíma um sjúka og látna úr kórónaveirunni hér.  

Læknir í Wuhan þar sem veirusýkingar hófust segir að langtum fleiri séu látnir og sjúkir af veirunni en opinberar tölur segja til um. Sjúklingar deyja áður en náðst hefur að taka sýni til greiningar úr þeim og þá reiknast þeir ekki með til fórnarlamba veirunnar.

Tölur smitaðra og látinna hækka stöðugt og í skrifandi stund eru 24 505 smitaðir, 493 dánir og 906 sem hafa náð sér eftir veiruna. Af smituðum eru langflestir í Kína eða 24 492 í augnablikinu.

Daily Mail segir frá uppljóstraranum Fang Bin sem heimsótti sjúkrahús í Wuhan og filmaði a.m.k. átta lík í gulum líkpokum sem staflað var í sendiferðabíl fyrir utan sjúkrahúsið. Fór uppljóstrarinn inn í sjúkrahúsið og sá lík í pokum í biðsalnum og inni við hlið sjúklinga. Uppljóstrarinn var handtekinn skömmu síðar en sleppt aftur að sögn Daily Mail.

Læknir undir dulnefninu Mr Luo segir í viðtali við DW að skortur á sýnatökum og framkvæmd nukleinsýru prófs til staðfestingar kórnónaveirunnar leiði til þess að færri eru skráðir smitaðir en eru í reynd:

„Þegar fyrstu sýni benda til lungnabólgu, þá er ekki alltaf hægt að framkvæma nukleinsýrupróf sem uppgötvar kórónaveiruna, því biðlistar eru svo langir. Læknar skrifa út lyfseðla og senda sjúklinga heim í sjálfseinangrun. Allar biðstofur eru yfirfullar af hóstandi fólki.”

Hann bætti við að SOS símanúmerið í Kína er undir yfirálagi og ekki finnast nógu margir leigubílar til að keyra alla á sjúkrahús. Á örskömmum tíma hafa risið tvö ný sjúkrahús með yfir 1000 rúmum í Wuhan til að mæta faraldrinum en skortur á læknum og öðru starfsfólki tefja að hægt sé að taka sjúkrahúsin í notkun. Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila