Heimsmálin: Fjölmiðlar í Taiwan segja greind tilfelli Kórónavírus vera mun fleiri en greint hefur verið frá

Fjölmiðilinn Taiwan news fullyrðir á vefsíðunni sinni að þeir sem hafa greinst með Kórónaveiruna séu mun fleiri en áður hefur verið greint frá. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Guðmundur sagði frá því í þættinum að tölur Taiwan news séu mjög langt frá hinum opinberu tölum eða um rúmlega 154.000 smit, þá séu einnig mun fleiri látnir úr veirunni samkvæmt miðlinum eða rúmlega 24.000 dauðsföll. Guðmundur bendir á að erfitt sé að henda reiður á hvaða tölur séu réttar þegar kemur að kórónaveirunni

það eru alls kyns sögur, frásagnir og tölfræði í gangi í þessu en þetta sýnir bara hvað er erfitt að treysta þeim tölum sem koma fram”,segir Guðmundur.

Hlusta má á viðtalið við Guðmund hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila