Heimsmálin: Kínversk stjórnvöld sögð standa á bak við útbreiðslu Kórónaveirunnar

Ýmsar kenningar hafa farið á flug um tilurð og útbreiðslu Kórónaveirunnar, sumar hverjar mjög alvarlegar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Haukur segir að meðal þeirra kenninga sem fram hafa komið og snúi beint að kínverskum stjórnvöldum eru þær að stjórnvöld í kína hafi þróað veiruna sem sýklavopn og að hún sé gædd þeim eiginleikum að leggjast aðeins á fólk af asískum uppruna

ef þessi kenning er rétt sem hún vonandi er ekki þá er það auðvitað grafalvarlegt mál að til sé efnavopn sem hægt sé að nota gegn tilteknum kynþáttum, þetta er skelfileg tilhugsun en þetta er enn sem komið er aðeins kenning” segir Haukur.


Læknar og hjúkrunarfræðingar hylltir sem þjóðhetjur


Haukur segir almenningur í Kína hafa sýnt afar jákvætt viðmót í garð heilbrigðisstarfsfólks sem starfar við vægast sagt afar erfiðar aðstæður í baráttu sinni við veiruna

læknar og hjúkrunarfólk er hyllt sem þjóðhetjur, sumir þeirra hafa ekki tekið af sér grímuna í 36 klukkustundir og unnið hörðum höndum að sinna sjúklingum

Hann segir viðbrögð við veirunni afar fagmannleg í Rússlandi og þau viðbrögð skili sér

það hafa bara tveir hér í Rússlandi greinst með veiruna en þeir sem eru smitaðið eru báðir kínverjar“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila