Mælst til þess að Íslendingar sem eru að koma frá Kína fari í 14 daga sóttkví

Yfirvöld hér á landi mælast til þess að íslendingar sem ferðast til Kína verði í 14 daga sóttkví við komuna til landsins.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í stöðuskýrslu almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra vegna kórónaveirunnar. Viðbragðsaðilar hafa undanfarna daga unnið að því að undirbúa innviði ef ske kynni að veiran bærist til landsins.

Meðal aðgerða sem unnið hefur verið að er að hafa samband við skip sem koma til landsins og með því fyrirbyggja að smit berist með þeim til hafnar. Þá er lögð þung áhersla á að almenningur leiti ekki á bráðamóttöku ef hann verður var við flensueinkenni, heldur hafi samband við 1770 vaktsíma heilsugæslunnar og tilkynni einkenni þangað.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila