Kínverskir vísindamenn telja kórónaveiruna koma frá lífefnarannsóknarstofu en ekki matarmörkuðum eins og yfirvöld halda fram

Daily Express segir frá nýrri skýrslu kínverskra vísindamanna, þar sem fullyrt er að kórónaveiran komi frá lífefnarannsóknarstofu í Wuhan þar sem verið var að rannsaka og vinna með sýkla í leðurblökum. Í skýrslunni kemur fram að sýktar leðurblökur hafi ráðist á starfsmenn sem komist hafi í snertingu við blóð og þvag dýranna. Vísindamennirnir einangruðu sig sjálfir en það dugði ekki til að halda veirunni við rannsóknarstofuna og náði veiran að dreifast um Wuhan og Kína og áfram til umheimsins.


Skýrslan kemur frá lífefnafræðingum virts háskóla í Guangzhou sem andmæla yfirlýsingum yfirvalda í Peking sem halda því fram að veiran hafi borist frá sýktum leðurblökum sem seldar hafi verið á matarmörkuðum.


Lífefnafræðingarnir Botao Xiao og Lei Ciao segja í skýrslunni „Hugsanlegur uppruni kórónaveirunnar nCoV 2019, að deyðandi kórónavírus komi að öllum líkindum frá rannsóknarstofu í Wuhan. Við bendum á að tvær slíkar rannsóknarstofur voru að vinna með kórónavírus í leðurblökum og önnur þeirra var aðeins 280 metra frá fiskimarkaðnum.“


Samkvæmt öðrum skýrslum kemur fram að leðurblökur hafi aldrei verið seldar á matarmörkuðum né hafðar til matarneyslu á svæðinu og því litlar sem engar líkur á að veiran hafi borist þá leiðina í fólk eins og yfirvöld í Kína segja. Lífefnafræðingarnir telja að veiran komi frá Wuhan miðstöðinni til varnar sjúkdómum þar sem verið var að vinna með kórónaveiruna. Vísindarannsóknarstofan er staðsett við hliðina á Union sjúkrahúsinu þar sem læknar smituðust fyrst af veirunni.


Önnur rannsóknarstofa sem tilheyrir kínversku vísindaakademíunni í Wuhan er skammt frá en þar hafa rannsóknir á veirum í leðurblökum einnig farið fram. Sú stofnun greindi SARS-CoV veiruna sem orsakaði faraldurinn 2002-2003.


Í niðurstöðum skýrslunnar er fullyrt, að verkefni með erfðaeiginleika veira í leðurblökum hafi þróað veiruna áfram.


Unnið var að þróun nCoV kórónaveirunnar 2019….hin dauðlega veira kemur að öllum líkindum frá rannsóknarstofu í Wuhan. Þörf er á að endurbæta öryggið í áhættusömum lífefnastofum. Setja þarf reglugerð um að staðsetja þessar vísindastofur langt frá borgarkjörnum og öðrum mannþéttum byggðum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila