Herða takmarkanir um heimsóknir á hjúkrunarheimili og þjónustukjarna

Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér tilmæli þar sem mælst er til hertra takmarkana um heimsóknir á hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir eldri borgara og á sambýlum fatlaðra vegna aukinnar hættu á útbreiðslu Covid-19.

Tilmælin eru eftirfarandi:

Fólk sem hefur verið erlendis á EKKI að heimsækja íbúa í 14 daga eftir komu til landsins. Þetta gildir einnig þó ekki hafi greinst smit við sýnatöku á landamærum.

–          Fólk sem hefur umgengist einstaklinga með smit á EKKI að heimsækja íbúa.

–          Fólk sem finnur fyrir kvefi eða flensulíkum einkennum á EKKI að heimsækja íbúa.

Starfsfólk í þjónustuíbúðum fyrir aldraða, á hjúkrunarheimilum, íbúðakjörnum/sambýlum og heimaþjónustu fer eftir sömu tilmælum í starfi sínu.

Aðrir gestir geta heimsótt íbúa, en mikilvægt er að fyllstu varúðar sé gætt og samfélagssáttmáli hafður í heiðri.

Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að staða mála verði endurmetin þann 13.júlí næstkomandi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila