COVID-19 ýtir allt að 150 milljón manns út í sárafátækt í heiminum. Mun Ísland fylgja í fótspor Svía og greiða skattfé beint inn á reikninga íbúa Súdan?

Sem lið í heimsmarkmiðum SÞ „útrýmum fátækt“ greiða mörg vestræn ríki fé af innheimtum sköttum beint í verkefni Alþjóðabankans í nafni þróunaraðstoðar. Þannig greiða Svíar m.a. 225 milljónir sek í 2 milljarða dollara verkefni Alþjóðabankans „Sudan Family Support Program.“ Alþjóðabankinn tekur við skattfé viðkomandi ríkja og greiðir síðan beint til íbúanna í Súdan sem fá peningana greidda gegnum bílasímann eða innsetta á bankareikning. Carin Jämtland forstjóri sænsku þróunarstofnunarinnar SIDA segir að fjárgjöfin eigi að virka sem nokkurs konar „árekstrarpúði“ og koma í veg fyrir félagslegan óróleika í Súdan vegna aðgerða ríkisstjórnar landsins (sjá tilkynningu SIDA á sænsku um málið hér).

Ný skýrsla Alþjóðabankans: Allt að 150 milljónum manna kastað út í sárafátækt vegna COVID-19

Í nýútkominni skýrslu Alþjóðabankans „Reversals of Fortune“ segir um ástandið í heiminum í kjölfar COVID-19: „Kostnaður mannkyns vegna COVID-19 eru gríðarlega miklir með hundruði milljóna manna í þróunarlöndunum sem kastað er aftur í fátækt. Í áætluðum tölum skýrslunnar er talið að á milli 88 og 115 milljónir manna lendi aftur í sárafátækt ár 2020 vegna sjúkdómsfaraldursins. Að auki lenda á milli 23 og 35 milljónir manna í sárafátækt ár 2021, þannig að heildartala nýrra einstaklinga í sárafátækt verður á milli 110 – 150 milljón manns.“

Ísland leiðir „kjördæmi“ 8 ríkja í Alþjóðabankanum

Á heimasíðu íslenska utanríkisráðuneytisins segir að „hætt er við að áhrif faraldursins geti leitt til fjölgunar í hópi sárafátækra um allt að 100 milljónir einstaklinga og þannig þurrkað út framfarir síðustu ára í baráttunni gegn fátækt.“ Geir Haarde fv. forsætisráðherra er aðalfulltrúi 8 ríkja (Norður- og Eystrarsaltslanda) í stjórn Alþjóðabankans og leiddi „kjördæmafund“ nýverið m.a. um stuðning til að berjast gegn fátækt. Ekki kemur fram hver stuðningur Íslands er en hér er bent á leið Svía sem dæla skattafé beint til íbúa Súdan til að „jafna út peningalegum ójöfnuði“ í heiminum samkvæmt heimsmarkmiði SÞ. Svíþjóð er í sama „kjördæmi“ og Ísland og því ekki ólíklegt að íslenska ríkisstjórnin fylgi boðskap sænskra jafnaðarmanna um „jöfnuð í heiminum.“

Fylgir Ísland gjöfulum Svíum?

Í Svíþjóð vekur það hins vegar athygli, að meðan lögreglan fær ekki aukin fjárframlög í baráttunni við glæpagengin og verið er að skera niður velferðakerfi til hreyfihamlaðra, fjölskylduhjálpar og ellilífeyrisþega, að þá skuli hundruðum milljónum sek af skattfé Svía verið mokað beint inn á bankareikninga íbúa Súdans gegnum „velferðakerfi“ Alþjóðabankans.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila