Reykjavíkurborg bregst við hertum sóttvörnum

Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar kom saman til fundar í gær þar sem farið var yfir stöðuna vegna hertra sóttvarna sem taka gildi á hádegi í dag. Meðal þeirra aðgerða sem borgin grípur til vegna breyttra aðstæðna er að takmarka gestafjölda í hinum ýmsu stofnunum borgarinnar, t,d á hjúkrunar, elliheimilum og sambýlum fatlaðra.

Þá verða sundlaugar opnar með 100 manna takmörkun og þá verða sömu takmarkanir hafðar við ylströndina í Nauthólsvík. Húsdýragarðurinn verður opinn með sömu takmörkunum en að auki verður felld niður hefðbundin dagskrá garðsins. Veitingasala í garðinum einnig takmörkunum háð.

Starfsemi í öðrum stofnunum borgarinnar verður að mestu óröskuð en fjöldatakmörkun miðast þó við líkt og annars staðar við 100 manns.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila