Covid eykur á kvíðann í samfélaginu

Óttar Guðmundsson geðlæknir

Einstaklingar sem höfðu barist við kvíða áður en kórónaveiran barst til landsins hafa orðið enn meira kvíðnir eftir að hún barst til landsins, auk þess sem fleiri hafa bæst í þann hóp sem eru kvíðnir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Óttars Guðmundssonar geðlæknis í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Óttar segir að þær fréttir sem í sífellu berast af smitum af völdum veirunnar bæti svo enn meira á þann mikla kvíða sem fyrir var

þessi covid umræða er alveg ótrúlega mikil, fjórar fyrstu fréttir á RÚV á hverjum einasta degi snúast um covid, þannig að það er alveg sama hvað menn reyna að komast undan þessari covid ógn að þeim tekst það ekki, það er alltaf verið að minna á ógnina“,segir Óttar.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila